10.4.2025 | 15:02
Hræsni Viðreisnar ráðherra að svara í frösum
Hvernig getur ríkisstjórn sem kom á skortkerfi leiðrétt það með hærri greiðslum til ríkisins. Þetta svar um að sé leiðrétting stenst enga skoðun því kerfið var ákveðið af ríkisstjórn en ekki þjóðinni.
Hræsnin að tala um að standa ekki með þjóðinni er ekkert annað en innihaldslaus frasi til að losna við að svara spurninginni um tvöföldun skattgreiðslna. Einnig að sleppa að svara fyrir hvaða afleiðingar þetta hefur fyrir minni byggðir landsins.
Það er ekki að standa með þjóðinni að ganga í ESB eins og Viðreins heldur.
Frasar eins og "Veistu hvað þeir græða í sjávarútvegi" er ekkert nema öfund og léleg þekking á sjávarútvegi. Þótt nokkur fyrirtæki hafi komið áru sinni vel fyrir borð þá á það bara alls ekki við um heildina. Að sjá það ekki er alger hræsni.
Mesta hræsnin er að halda að ESB sé með betra kerfi en Íslendingar.
Viðreisn er ekki bjargandi í hræsni sinni.
![]() |
Hanna Katrín: Mér er nokkur vandi á höndum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)