Huglægt andstætt náttúrlegri nálgun á veruleikann

Þetta er stór deila í félagsvísindum um hversu mikið við erum náttúrulega fædd og hversu mikið hið huglæga/félagslega hefur áhrif á okkur.

Sagan kennir okkur að þegar hið huglæga nær yfirhöndinni þá er voðinn vís, og þetta er síendurtekið stef. Tökum sem dæmi um Napelón en hann náði miklum sigrum með nýrri tækni í stríðum en fór svo í huglægt ástand að reyna vinna Rússa og tapaði. Það sama á við um evrópuríki í dag sem hald að þeir geti unnið Rússa og megi ekki hætta stríðrekstri í Úkraínu.

Hin huglæga kommúníska stefna sem hefur fylgt evrópu eftir stríð og sér í lagi eftir fall Berlínarmúrsins er gott dæmi um huglæga stefnu. Fyrst var farið í samruna ríkja í nafni tolla og viðskipta. Síðan var farið í loftlagsmál og loks að brjóta upp fjölskyldumynstrið með feminísma og fleiri stefnum.

Helga Dögg kemur með góða lýsingu í dag á huglægum veruleika í stjórnkerfinu. Þar er kerfið orðið svo sýkt að það vill taka fram fyrir hendur á foreldrum. Greiningadeild ríkislögreglustjóra hér á landi er álíka sýkt þegar þeir fjalla um hægri öfgabylgju í stað þess að tala alemnnt um öfgar sem eru á öllu pólltíska litrófinu.

Mannréttindastofnanir eru gott dæmi um huglægan veruleika sem nægir ekki að sýna fram á réttindi einstaklinga heldur fara út í að boða mannréttindi hópa.

Líkt og með öllu huglægu þá gengur það alltaf lengra en hið náttúrulega því hugurinn hefur í raun engin mörk. Ein hugmynd í dag getur verið miklu stærri á morgun og þá skiptir raunveruleikinn engu máli. Dagdraumar sýn vel hugræna nálgun á veruleikann. Getur veitt ró um tíma en á fátt sameiginlegt með náttúrulegum raunveruleika.

Núverandi ríkisstjórn þrífst á huglægum nótum og gerir lítið úr raunveruleikanum. Þetta sést vel í umræðum (eða skort) um veiðileyfagjöldin og aðrar hækkanir á sköttum. Þetta sést líka vel hvernig stjórnin les breytingar í alþjóðastjórnmálum þessi dægrin.

Það sammerka með huglægri nálgun á veruleikann er að eiga svo erfitt með að gefa eftir og viðurkenna mistök. Því er haldið áfram út í hið óendanlega sem leiðir til algers hruns. Það nægir að horfa í loftlagsmálin til að sjá að hið huglæga met á þau er að leiða til algers hrun hjá þjóðfélögum.

Því miður hafa háskólar alltof mikið farið á huglægan nálgun veruleikans sem er að leiða til hruns í menntamálum. Við erum hætt að forvitnast um veruleikann og látum mata okkur að alls konar huglægri vitleysu. Gervigreind ýtir enn frekar undir þennan veruleika enda mikið af texta þar unninn á huglægan hátt. Reyndar er fólk að láta plata sig með spjall gervigreindaforritum því þau eru bara ný leið til að fá upplýsingar um þig eins og samfélagsmiðlar nota grimmt.

Náttúruleg vitneskja verður ekki til með gervigreind heldur með forvitni. Huglægt mat sem efast ekki um veruleikann er stórskaðleg. Náttúruleg nálgun á veruleikann kemur okkur áfram en huglæg nálgun færir okkur skref aftur á bak.


mbl.is Beint: Hvert stefnir Ísland?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. apríl 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband