Myndin sem ekki er skoðuð í ákvörðun skipulags

Þegar myndin með fréttinni er skoðuð sést svo vel af hverju þetta gímald passar engan veginn í umhverfið. Blokkin sem íbúarnir búa í er innan við 1/5 af stærð græna skrímslisins. Hefðu þeir sem sinna skipulagi sóst eftir svona mynd þá hefði sést strax hversu illa þetta passar í umhverfið og allar lélegu afsakanirnar hefðu aldrei verið sagðar.

Við þéttingu byggðar á höfuðborgasvæðinu er aldrei farið fram á loftmyndir af svæðinu til að kanna hvernig það hefur áhrif á umhverfið. Líklega af því að engin lög segja til um það. Vinnuferli í íslensku skipulagi er of oft svo lélegt að það er engum bjóðandi.

Skipulag Reykjavíkur er orðið svo óspennandi, dimmt og drungalegt að það er ekkert að sækja vestur fyrir Kringlu lengur. Ekki það að ég bý í Kópavogi en ekki tekur betra við þar. Öll byggðin á Kársnesinu er gerð án þess að gera nokkuð til að bæta umferðina. Haldið er í vonlausa hugmynd um borgarlínu eigi að leysa málin. Svo vitlaust að göturnar eru að verða verri en malarvegi því ekki eru til peningar að gera við. Biðin eftir borgarlínu gerir ekki ráð fyrir að gera við göturnar.

Annað gott dæmi úr Kópavogi er bygging við Hátröð sem þarf að nota Digranesveg til að komast leiðar sinnar. Þar er ekkert gert til að bæta umferð en samt eru byggingarnar á milli skóla með tilheyrandi umferð. Þarna eiga bílarnir að löllast áfram yfir endalausar hraðahindranir þar sem ekki er hugsað um leiðir til samtvinna betur gangandi umferð og bíla. Skömm af þessu.


mbl.is Buðust til að kaupa íbúðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. apríl 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband