Hvað réttlætir gríðarlega hækkun á lóðaverði?

Þegar skoðað er lóðaverð úr Kópavogi á raðhúsalóð þá mætti búast við sé fylgt verðbótum frá 2007 að verðið ætti að vera um 19 miljónir. Nei verðið er 40 miljónir og það án þess að verið sé að byggja skóla eða leikskóla. Hvernig er hægt að réttlæta svona hækkun?

Fer þetta kannski í að borga hækkun launa bæjarfulltrúa sem auðvitað er löngu komin út úr öllu almennri skynsemi. Launamál opinberra starfsmanna er í engu samræmi við framlag þeirra til samfélagsins og flestir alltof hátt launaðir, þetta á sérstaklega við um skrifstofufólk.

Það er vitað að flest sveitafélög eru illa rekin sem að hluta til skýrist af gæluverkefnum eins og borgarlínu. Annar angi of há laun bæjarfulltrúa og sporslur sem sóttar eru með nefndarfundum og öðru. Tala nú ekki um tilgangslausar utanlandsferði á dagpeningum.

Enn eitt sjónarhornið er ríkisrekstur sem stendur fremst í þessu launaskriði og sporslum. Þaðan kemur ekkert aðhald.

Svo halda sumir að ESB muni einhverju breyta í þessum málum, þvílíkir kjánar.


Bloggfærslur 28. apríl 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband