23.5.2025 | 10:44
Frussandi frekjur stjórna eins og karlar
Það er alveg merkilegt að allt tal um jafnrétti að þegar konur komast í völdin þá hegða þær sér eins og karlarnir sem þær gagnrýndu svo mikið. Þær virðast halda að frekjuháttur sé leiðin til að stjórna og auðmýkt sé aðeins ofan á brauð.
Frekjuháttur Þorgerðar utanríkisráðherfu er orðinn svo mikill að hún toppar alla stjórnendur síðusta áratug. Annað eins hefur ekki sést síðan Jóhanna var við völd. Kristrún lætur aðra um frekjuháttinn og heldur sig til hlés en það dregur ekkert úr ábyrgð hennar á þessum hlutum. Margir láta blekkjast og falskar skoðannakannanir sýna sterkt fylgi. Það er voða gott að lifa á loftbólum. Aðalfrekjunni er búið að ýta til hliðar enda aðeins nothæf á tillidögum.
ESB sýnir alveg sama frekjuhátt og það eru ansi margir sem kolfalla fyrir frekjudósinni sem þar virðist ráða öllu. Hver samþykktin af annarri send út og svokölluð þjóðþing eiga að stimpla. Þeir sem voga sér að andmæla eru gerðir brottræki og það nýjast að banna þá.
Hvers vegna Ísland á að sækja í þennan frekjukór er ekki vandséð það er algerlega út í hött. EES samningurinn er ekkert annað en nýlendusamningur þar sem smátt og smátt er verið að brjóta niður þjóðina til hlýðni við frekjurnar.
Ljótt er það að konur sem börðust fyrir jafnrétti en í stað auðmjúkrar stjórnunar kvenna þá var bara skipt að hlutverkum kynja og áfram notuð feðraveldisstjórnun. Að konur skuli ekki sjá það sýnir vel hvernig óttastjórnun er að taka völdin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)