7.5.2025 | 10:50
Þýðir ekki að keyra vindmylluorkuver í gegn ef Landsnet uppfærir ekki flutningsnetið
Lykilsetningin í fréttinni er þessi: "Eftirspurnin vex eðlilega, en framboðið er ekki að koma inn, við höfum ekki náð að koma nýju framboði inn auk þess sem flutningskerfi Landsnets hefur tafist"
Það hefur engan tilgang að setja upp orkuver ef flutningskerfið er ekki uppfært og því miður er það orðið flöskuhálsinn í öllu dæminu. Að fréttamaður skuli ekki grípa þetta segir margt til um hversu illa þeir eru að sér í þessum málum.
Vindorkuver eru skaðleg umhverfinu og ótraust eins og sást í rafmagnsleysinu á Íberíuskaganum. Að setja traust á að það færi svo mikla orku er blekking sem því miður er Landsvirkjun alveg heillum horfinn í þá blekkingu. Gunnar Heiðarsson hefur skrifað fín blog um mengun og hversu illa orkan skilar sér.
Vindorkuver eru alger óþarfi á Íslandi og gera fátt annað en að menga. Orkunni er betur fengin með vatnsorku eða hitavarma.
Stærsta vandamálið í orkumálum í dag er uppfærsla Landsnets á flutningskerfinu. Er kannski enginn peningur til frekar en í vegakerfið?
![]() |
Erfiðu vatnsárin það versta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)