22.7.2025 | 08:54
Stenst fullyrðing utanríkisráðherra um utanríkisviðskipti
Hjó eftir því að utanríkisráðherra staðhæfði að 70% útflutnings væri til ESB landa (eða sagði hún Evrópu). Þarna liggur mikill munur því ef hlutfallið til Evrópu þá eru alls ekki öll löndin með evrur eða í ESB. Ál er í dollurum flutt til Hollands sem þaðan er flutt annað. Einnig eru álframleiðendur ekki í íslenskri eigu og við höfum lítið um sölu þess að segja.
Fiskurinn er um þriðjungur útflutnings en mikið magn af því fer til Bretlands sem er ekki lengur í ESB.
Fullyrðingin er mjög hæpin að heimsókn Ursulu sé réttlætanleg út frá útflutningi landsins því megnið af útflutningi er líklega ekki í evrum.
Ef blaðamenn væru aðeins meira vakandi og settu spurningamerki við þessa fullyrðingu utanríkisráðherra þá hefði maður smá trú á fjölmiðlum. Hins vegar lepja þeir allt upp án þess að blikna. Verra er það með þingmenn sem kveikja ekki á perunni.
![]() |
Biður um fund í atvinnuveganefnd með ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)