Er forsætisráðherra fjarstýrt?

Eina sem kemur upp í hugann við þetta stórskrýtna svar aðstoðamanns forsætisráðherra er að henni sé fjarstýrt. Að hún geti ekki romsað út úr sér nokkrum setningum um þetta er bara hámark fáránleikans. 

Vissi vel að hún er ekki starfinu vaxin og til vara má velta fyrir sér að utanríkisráðherra hafi ekki látið hana heldur vita. Hvers konar ríkisstjórnasamstarf er þetta þá?

Flokkur fólksins er að láta misnota sig all illilega og mun hverfa af þingi ef ekki verður breytt um kúrs. 

Vonleysi þessarar ríkisstjórnar er algert og virðist engan vegin fær um að koma hlutunum almennilega frá sér. 

Hrun Íslands er yfirvofandi og spurning hvort R.I.P. sé ekki að nálgast. Með svona ríkisstjórn þá kemur ekkert að viti út.


mbl.is Kristrún tjáir sig ekki um verndartollana í bili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. júlí 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband