3.7.2025 | 18:29
Að samsama sig ómöguleikanum
Pólitíski veruleiki vesturlanda er að samsama sig ómöguleika, einhverju sem leiðir þig að endamörkum eða er ekki til. Þannig er hægt að nefna fjölbreytileika í gegnum fána, loflagsmálin, flóttamannaaðstoð, stuðningur við Palestínu og fleira.
Allt þetta hefur þann samnefnara að vera ómöguleiki varðandi fjölgun þjóðfélaga því þau leiða ekki til samstöðu heldur sundrungar. Tökum Palestínu sem dæmi að aðrar þjóðir nálægt, fyrir utan Írani og Ísreala, vilja ekki sjá þetta fólk. Öll önnur lönd loka á flóttamenn og halda fólkinu inni á svæðinu. Ómöguleiki vestrænnar pólitíkusar er að sjá þetta og halda að þeir taki upp vestrænan ómöguleika, hætti að kúga samkynhneigða og konur. Ekkert er meira fjarri lagi og því er flaggið við ráðhúsið ansi lélegur afleikur.
Flóttamenn sem hingað koma fara margir í vinnu en margir eru ekki að læra málið og það er engin krafa gerð um það. Á endanum endar það auðvitað með fjölda tungumála í landinu með tilheyrandi vandræðum.
Fjölbreytileiki fæst ekki með fána eða skipta um kyn. Fjölbreytileikinn hér á Íslandi áður fyrr var meiri en nú enda reynt að steypa öllum í sama horf.
Loftlagsmálin geta aldrei verið bundin við eitt landsvæði eða heimsálfu. Þannig er staðan að meirihluti heimsins tekur ekkert tillit til loftlagsumræðunnar. Við það er málið dautt í sjálfu sér. Það er frekar auðvelt að færa rök fyrir því að loftslagið sé síbreytilegt og að maðurinn komi þar hvergi nærri. Ekkert frekar en með lífið í sjónum og fuglana að þá eru oft aðrar þættir sem skipta meiri máli við fækkun stofna en að maðurinn nýti sér þetta til matar.
Hin þrönga sýn að maðurinn sé alvitur, líkt og sumir halda að gervigreind sé, er lykilþátturinn í samsama sig ómöguleikanum. Vitneskjan um líf á jörðinni er svo lítil að líklega mætti líkja því að vita um eitt sandkorn. Því vitneskja er ekki línuleg heldur hefur sveiflast í gegnum tíð mannsins á jörðinni. Við getum deilt um á hvaða leið vitneskjan er í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)