4.7.2025 | 13:06
Leiðrétting á heimsku
Það er vonandi að alþingismenn sjái að sér og læri að taka odd af oflæti sínu og fari eftir lögum. Samkvæmt lögum eiga þeir að vera í sumarfríi. Veiðileyfagjaldið, sem kallað er leiðrétting, er gott dæmi um leiðréttingu sem þarf gagnvart heimsku.
Heimsku í skattheimtu sem tók stórt stökk með Jóhönnustjórninni. Leiðrétting á skattabrjálæði hennar hefur ekki enn farið fram og líklega þáttur í af hverju Sjálfstæðisflokkurinn nær engum áttum. Það þarf að leiðrétta skattana ef ekki á allt að fara í skrúfuna. Veiðileyfagjaldið er svo arfaheimsk skattheimta að tal um leiðréttingu er álíka mikils virði og niðurgangur.
Að alþingismenn sjái ekki að þessi sífellda aukna skattheimta leiðir til stöðnunar er mjög skrýtið og varla hægt að orða annan en heimska. Rakst á fína grein um gervigreind á visi.is þar sem tæknimenntanuður lýsir fyrirbærinu. Ég hef skrifað á sömu línu en þessi grein og vísun í aðra lýsir vel tæknihliðinni á málinu. Til að mynda kallar hann gervigreindaforrit snjallþumbara.
Þumbarnir á alþingi eru eins og gervigreindaforritin. Þau læra eitthvað en virðast engan vegin geta greint hversu vitræn niðurstaðan þeirra er. Þannig er hent út öllu án sýju eða reynt að fá betri skilning á efninu. Hvernig þeir taka sífellt meira fé til sín í formi styrkja og launa sýnir vel hversu illa er unnið með efnistök.
Hið mannlega leysir þumbann oft með tímanum en samt hefur sagan kennt okkur að þumbinn verður ofan á með tilheyrandi afleyðingum.
![]() |
Spennufall á Alþingi og þinglok nær |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)