5.7.2025 | 12:30
Er bygging vindmylluorkuvers minniháttar umhverfisáhrif
Sú furðulega staðhæfing í fréttinni að bygging vindmylla hafi minniháttar umhverfisáhrif er erfitt að trúa. Í fyrsta lagi þá er þetta 167,5 metra hátt sem er 2 og hálfur Hallgrímskirkjuturn sem sést mjög vel ofan af Kjalarnesi í meira en 10 km fjarlægð. Auk sjónmengunar þá er hljóðmengun, olíumengun, plastmengun og ónýtanlegur jarðvegur við byggingu vindmyllna.
Hvernig hann fær út að steypuklumpar í jörðu séu minniháttar umhverfisáhrif er mjög skrýtið og ekki síður uppbygging vega til að koma þessu á áfangastað. Þegar Kárahnjúkavirkjun var gerð þá tók rúmt ár að byggja upp veginn í gegnum Fagradal, leiðin er um 45 km frá Egilsstöðum til Reyðafjarðar. Í þessu dæmi er verið að tala um 118 km sem fer að stórum hluta um þjóðveg 1. Hvernig ætlunin er að beygja í 90° beygju í Borgarnesi kemur ekki fram. Líklega loka þeir bara bænum á meðan.
Þegar Færeyingar settu upp 100 metra vindmyllur hjá sér þá var það meiriháttar mál að koma þessu á staðinn. Hér er verið að tala um enn stærri vindmyllur að fara í gegnum bæjarfélag og fjölmennar leiðir á þjóðveginum. Fyrir utan það að vegurinn um Dalina er mjög illa farinn og þarfnast algerar uppbyggingar. Hver á að borga þá uppbyggingu?
Óraunsæið og blekkingar í þessum áformum er slíkt að nær væri að taka menn inn á teppið og gera þeim grein fyrir hverjum kostnaðalið sé á þeirra kostnað en ekki skattgreiðenda. Þetta á við um frá kaupum, flutningum, uppbyggingu, jarðraski, mengun, tengivirki og án efa fleiri þátta.
![]() |
Vilja reisa 167,5 m háar vindmyllur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)