15.8.2025 | 12:06
Dellufullyrðingar og skrif ESB sinna
Visir.is er duglegt að birta allskonar ESB áróður og DV gengur meira segja skrefinu lengra. Flest að þessum skrifum standast engan veginn fullyrðingaflauminn og gott dæmi er í dag þegar Ágúst Ólafur Ágústsson hendir fram fulllyrðingaflaumi í 12 atriðum. Diljá Mist svarar hlut þess sem landið á að hafa innleitt af regluveldi ESB, sem er allfjarri tölum sem Ágúst hendir upp.
Eitt það fyndnasta sem Ágúst heldur fram er tal um frjáls viðskipti í Evrópu. Þar skautar hann alveg framhjá EES samningnum og að ekki eru öll lönd Evrópu í ESB. Líklega bara smáatriði en dauðans alvara þegar hugað er að viðskiptum utan Evrópu því aðild þýðir lok á marga viðskiptasamninga sem ESB hefur ekki á sama hátt og Ísland.
Stærri brandarar um fullvelidð og stjórn sjávarútvegsmála er bara ekkert fyndinn.
Svona delluskrif og fullyrðingar um haginn af aðild í ESB munum aukast í haust og vetur. Telja sig geta boðið lægri vexti, minni verðbólgu og afnám verðtryggingar. Allt hlutir sem hægt er að framkvæma með réttri hagstjórn og hefur ekkert með ESB aðild að gera.
Skil ekki af hverju þetta lið flytur ekki bara í ESB draumalandið. Allavega eru ansi margir Pólverjar hér á landi sem sjá þetta ekki á sama hátt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)