Ríkið að eyðileggja ferðamannaiðnaðinn

Ferðamenn vilja ekki rafbíla út af því þeir vilja komast yfir lengri vegalengdir. Það næst ekki með rafbílum. Einnig að þeir vilja oft fara t.d. fáfarna sveitavegi en þar er engin leið að búa til rafrænt tengikerfi.

Vitleysan er að halda að rafbílar séu eitthvað að menga minna. Jú útblásturinn sést ekki en á móti þá eru rafhlöður mjög mengandi. Nútímabílar eru mun sparneytnari en áður og á langferðum eyða þeir litlu. Þess vegna velja ferðmenn frekar þann kostinn. Getur keyrt á Höfn, gist þar, fyllt á bílinn og haldið áfram. Rafbíll hefur ekki sömu möguleika.

Loflagsmengun á Íslandi er líka svo lítil og yfirleitt blásinn út fjarska á innan við viku að þessi stefna skila engu. Það fer enginn upp á háldendið á rafmagnsbíl Auk þess að setja tengivirki út um alla trissur er léleg nýting á raforku. Raforka nýtist best þegar hún er notuð jafnt og þétt. 

Þessar hugmyndir um að neyða ferðamenn á rafbíla er dæmd til að mistakast.


mbl.is Vilja rafvæða bílaleigufyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. september 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband