Flótti alþingismanna og annarra frá ábyrgð

Svar Eyjólfs er ekkert annað en flótti frá Ábyrgð. Hann vill ekki taka slaginn í takt við það sem hann sagði áður. Vissulega er stólarnir heitir og gefa vel í vasann þannig að auðvelt er að ýta ábyrgðinni annað. Í þessu tilviki til hæstaréttar.

Svar Þorbjargar er álíka ábyrgðarlaust því það er hlutverk þingmanna að semja lög og sé hægt að bæta hag neytenda þá ætti þeim það varla að vera kápan úr klæðinu. Þetta er ekki bara feluleikur að koma landinu í ESB þetta er ábyrgðaleysi þingmanna.

Ríkissaksóknari er álíka óábyrgð þegar hún heldur því fram að aðrir starfsmenn hafi ekki hringt í Helga vararíkissaksókanara vegna hegðun hans. Þvílíkt ábyrgðarleysi á eigin hegðun.

Öll fórnalambavæðing þessarar aldar er ekki annað en flótti frá ábyrgð og því miður er staðan sú að fólk forðast ábyrgð eins og heitan grautinn.

Alþingismenn takið ábyrgð.


mbl.is Styður bókun 35 og treystir niðurstöðu Hæstaréttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. september 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband