Miðborg sem er í útjaðri byggðar

Það þekkist ekki almennt að svokallaður miðbær (miðborg) sé í útjaðri byggðar. Miðað við þróun byggðar þá er hinn svokallaði miðbær útjaðar. Í dag er þetta ferðamannastaður og fáir Íslendingar sjáanlegir. 

Breytingin sem hefur átt sér stað er að setja allt í steypu þe. megnið af þessu er hellulagt og steypt hús. Slíkt er mjög kalt og frekar einhæft á að líta. Það sem bjargar þessum hluta borgarinnar er að stutt er til sjávar með flottu útsýni. Sá einu sinni lista yfir borgir í Evrópu og þar þótti Ljubana í Slóveníu leiðinlegasta borgin því þar var ekkert að sjá nema steypu. 

Þrengingarstefnan hefur farið þá leið að setja alla bletti í steypu. Í stað þess að koma með mislit hús eða eitthvað sem fangar augað þá fáum við öll húsin eins og auk þess alltof nálægt hvert öðru. Til að mynda þá nýtir Laugavegurinn sín aldrei vegna þess að sól skín svo lítinn part dags þar, of mikil skuggamyndun.

Mín skoðun er að réttara væri að flytja miðbæ yfir í Skeifuna og endurhanna svæðið upp á nýtt. Það var ekki vilji til þess því klasabyggingar valta yfir allt núna og eyðileggja alla vitræna mynd á hverfi. Skeifan er nefnilega kjörstaður sem miðbær og myndi sóma sér mun betur en útjaðarinn.


mbl.is „Eiginlega búið að eyðileggja miðborgina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. september 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband