8.1.2011 | 17:59
Ekki seinn vænna
Það er komið að því að taka fram golfkylfuna enda ekki nema -4° úti.
Því má bæta við að golf er einstaklingsíþrótt þar sem í raun er ekki hægt að kenna nema sjálfum sér fyrir lélegan árangur. Þegar fréttir af Sparisjóð Svarfdælinga eru skoðaðar betur þá ætla stjórnendur einmitt að senda reikninginn vegna lélegrar stjórnunar á fólk sem virðist hafa verið blekkt við kaup á stofnfé í bankanum. Hitt athyglisverða er að stofnféið hefur verið afskrifað en samt er send rukkun fyrir skuldinni. Jón Ásgeir hefur ekki fengið neina almenna rukkun þrátt fyrir að vera ábyrgur fyrir skuldum upp á rúmar 1000 miljónir og 365 miðlar senda út frétt um að þeir ætli ekki að borga af lánum árið 2011. Það eina sem ég get sagt er NEI TAKK.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.