12.1.2011 | 17:42
Náttúruperla Kópavogs
Falleg náttúruperla í Kópavogi er við Elliðavatn. Ekki er víst að allir viti að í raun eru þetta tvö vötn, Elliðavatn og Vatnsendavatn sem sameinuðust þegar Elliðavatn var stíflað. Á myndinni sést í eyju en þarna var hægt að ganga áður og hét þá Þingmannaleið. Mjög skemmitlegt að ganga við vatnið þó ég eigi sjálfur enn eftir að ganga hringinn í kringum það.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.