Hatur og tímaeyðsla.

Á myndinni glittir í Moggahöllina. Það er alveg með ólíkindum hvað margir hata það sem Mogginn stendur fyrir. Það er enn skringilegra að eyða tíma sínum og orku í að hata eitthvað sem þeir fá ekki breytt. Þetta á vel við um núverandi ríkisstjórn sem eyðir mun meiri tíma í eitthvað sem skiptir engu máli og minna í það sem skiptir öllu máli s.s. að efla atvinnulífið.

Ein af skýringunum er þetta hatur. Það fer svo mikill tími og orka í að hata það sem aðrir eiga að hafa staðið fyrir að ekki gefst tími til að gera það sem á að gera. Kristinn Pétursson skrifaði um að skerpa þyrfti á skilum milli framkvæmdavalds (ráðherra) og löggjafavalds (alþingi). Eiríkur Bergmann hefur komið með hugmynd að kjósa ráðherra sér. Bæði þarfar ábendingar og líklega það sem skiptir mestu máli til að höggva á ofurvald framkvæmdavaldsins á löggjafavaldið. Við verðum bara að sjá til hvort þetta nái í gegn en þetta er t.d. eitt af því sem ríkisstjórnin ætti að leggja höfuð áherslu á að ljúka sem fyrst.

Að lokum vil ég nefna að þessi tilvitnun í Halldór Laxness á vel við um núverandi ríkisstjórn (Sá hana hjá Samfylkingarbloggara): "Vont er þeirra ranglæti, en verra er þeirra réttlæti."

Moggahöllin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband