Gott hjá þeim og nú þarf framkvæmdavaldið að axla sína ábyrgð

Þau gera það rétta í stöðunni með að segja af sér og gefa gott fordæmi. Þau fengu sinn dóm og axla sína ábyrgð. Framkvæmdavaldið telur sig hins vegar ekki bera neina ábyrgð eða svo vitnað sé í Jóhönnu Sigurðardóttir sem sagði "... við erum mest í löggjafa ..."

Okkar eigin forsætisráðherra gerir sér ekki grein fyrir hlutverki sínu sem forsætisráðherra. Það er á hennar ábyrgð að framkvæmdin sé rétt þótt hún hafi tekið þátt í að smíða regluveldið. Eftir þessi orð verð ég að efast um að forsætisráðherra hafi skilning á stjórnarskránni en þar stendur skýrt og greinilega um þrískiptingu valdsins. Þessi orð voru sögð sem forsætisráðherra og því framkvæmdavald. Auðvitað berðu ábyrgð Jóhanna og ber eins og þessu fólki að segja af þér, og Ögmundur einnig. Fyrr hafið þið ekki axlað ábyrgð.

Helst dettur mér í hug að þegar stjórnartíð þessarar ríkisstjórnar endar þá muni landið líta svona út:

dsc00537.jpg


mbl.is Landskjörstjórn sagði af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband