Tré í tilefni dagsins - tré lýðræðisins.

Ákvörðun forsetans var vel rökstudd og veigamestu rökin áttu vel við. Það var ekki nýtt þing sem samþykkti samninginn og hafði því ekki fengið umboð frá þjóðinni.

Alveg sama hver skoðun okkar er á samningnum þá standa þessi rök mjög sterk fyrir því að láta þjóðina um að ákveða þetta. Viðbrögð stjórnarinnar eru líka algerlega út í hött. Ef þau hefðu svona mikið að selja okkur með þessum samningi þá væru þau ánægð með þjóðaratkvæðagreiðslu. Hafa þau eitthvað að óttast? Af hverju gefa þau sér niðurstöðuna fyrirfram?

Mín skoðun er að þjóðin hafni samningnum en það verði mjórra á muninum í þetta sinn.

Tre

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband