21.2.2011 | 16:17
Jól hjá áróðursmeisturum
Það má segja að nú séu jólin hjá áróðursmeisturum. Allt snýst um að fylgja sér að baki einum málstað - að vera með eða á móti - um það snýst málið. Reyna að sannfæra nógu marga um að þetta sé hið eina rétta.
Gallinn við það er að þá fær maður ekki upplýsta umræðu sem okkur samt vantar svo bráðnauðsynlega. Áróður um að samþykkja Icesave III hefur verið stöðugur í fjölmiðlum í allan dag en einnig hinna sem ekki vilja samþykkja.
Það versta er að settar eru fram upplýsingar t.d. fjárhæðir þótt enginn viti hvað það þýði. Þetta er engin leið til að meta hvort eigi að samþykkja eða ekki. Einnig að setja upp að samþykkja eða dómstólaleiðina. Það segir okkur ekkert um samninginn.
Málið er bara ef þeir sem vilja samþykkja Icesave III hafa eitthvað að selja þá vinsamlegast seljið okkur það án áróðurs eða spádóma. Þeir sem eru á móti eiga einnig að haga seglum þannig. Það er hið eina rétta.
Athugasemdir
Málið er að við fáum ekki að sjá samninginn, nú segja VG að Ragnars Hall ákvæðið sé inni, en er það svo? Ekki hef ég nú trú á því, og mun ekki hafa, fyrr en ég sé það svart á hvítu!!
Eyjólfur G Svavarsson, 21.2.2011 kl. 17:24
Góð athugsemd enda eina sem ég hef fundið er samantekt. Þar stendur t.d. að eftir 2016 þá eru mögulegar afborganir frá 1,3% af VLF og allt af 5%, sem þýðir á bilinu 20-100 miljarðar á ári. Til 2016 eru borgaðir vextir og ef besti möguleiki næst (20 miljarða höfuðstóll) þá eru greiðslur aldrei undir um 80 miljörðum í heildina úr ríkissjóði (höfuðstóll + vextir).
Auðvitað er það skýlaus krafa að þjóðin fái að sjá samninginn til að geta metið hann.
Rúnar Már Bragason, 21.2.2011 kl. 17:39
Ég vil líka fá að sjá smninginn.
Birna Jensdóttir, 22.2.2011 kl. 17:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.