25.2.2007 | 00:47
Um banka og þjónustugjöld
Það er gott mál að hafin er umræða og amast í öllum þessum þjónustugjöldum. Það er hreint með ólíkindum á hverju er hægt að troða á gjaldi og kalla það þjónustugjald. Hvers vegna á ég sem neytandi að borga allt að 450 kr. fyrir að láta innheimta mig um skuld. Það er einfaldlega verið að hækka kostnað neytenda með því að fela raunveruleikann.
Þessi þjónustugjöld eru ekkert einskorðuð við banka eða símafyrirtæki. Þetta er í öllu. Vara eða þjónusta er seld en síðan þarf að borga auka. Ef ég væri að byrja með fyrirtæki og seldi vöru eða þjónustu þá væri það síðasta sem maður gerði að setja auka þjónustugjöld. Hvers vegna? Einfaldlega vegna þess að það myndi spyrjast út og viðskiptavinir myndu ekki vilja versla við mann. Þar sem fákeppni ríkir á Íslandi þá komst fyrirtæki upp með svona aukagjöld vegna þess að:
1. Ný fyrirtæki eiga svo erfitt með að komast inn á markaðinn
2. Fólk á nóg af peningum og það finnur ekki nóg fyrir þessum aukagjöldum
3. Neytendur á Íslandi láta alltof mikið yfir sig ganga og samþykkja allt of margt sem fyrirtækin leggja á þá vegna þess að þeir fylgjast illa með
Að þessu sögðu þá er ég mjög ánægður að umræðan komist í gang með að fara yfir þessi mál og koma í betra horf. Í Danmörku þurfti t.d. að segja lög þar sem bankarnir voru skikkaðir til að gera verðskrá sína aðgengilegri neytendum. Kannski þyrfti það sama hér!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.