8.9.2014 | 07:32
Skóli lífsins
Varð hugsað til þess að ég hef tengst skóla helming af lífaldri mínum eða samtals 22 ár. Þegar ég ólst upp þá var algengt að fólk lauk skóla á þrítugsaldri eða fyrr. Í dag þykir ekki tiltökumál að ljúka skóla á fertugsaldri eða jafnvel seinna. Þetta er mikil breyting á samfélaginu og gefur orðatiltækinu skóla lífsins algerlega nýja merkingu.
Stytting skólans breytir engu þar um og óljóst hvernig það eykur almennt framleiðni. Undantekningin væri tæknigreinar en það eru ekki fjölmennustu fögin. Kannski ætti að snúa þessu við og koma fólki aftur í skóla á seinni hluta æfinnar?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.