Hversu stórt er DV eiginlega?

Þegar fréttin er lesin þá er gefið í skyn að áskrifendur segja upp í hrönnum. DV kom út tvisvar í viku og er einnig með áskrift á netinu. Miðað við prentaða áskrifendur þá er DV smáblað sem höfðaði til fárra. Miðilinn vildi líka meina að hann væri frjáls og óháður en við breytt eignarhald kringum bankahrun hefur pólitísk slagsíða einkennt blaðið. Hvernig getur slíkt blað talið sig frjálsa og óháða í fréttaflutningi?

Sama er upp á teningnum varðandi Kjarnann. Kom inn með látum og lofaði góðum greinum. Síðan hefur pólitísk slagsíða sífellt meir gegnusýrt tímaritið og pólitísk slagsíða látin ráða för. Mér vitanlega hefur aldrei verið frjálst og óháð tímarit eða blað á Íslandi. Flestir blaðamenn eiga voðalega erfitt með að leyna skoðunum sínum á mönnum og málefnum um það sem er til umfjöllunar. 

Hlutleysi er ekki hægt að stunda en hlutlægt mat þar sem tekin er afstaða er annað en að láta pólitíska afstöðu ráða för. Það væri óskandi að til væri miðill á Íslandi sem tæki þá afstöðu en það sem allir óttast er að það myndi ekkert selja. Afstaða og krassandi fréttir er það sem selur en ekki hlutlægt mat á hluti.

Ég spyr á móti hvort nokkurn tímann á Íslandi hefur verið reynt á það hvort að hlutlæg umfjöllun um menn og málefni sé söluvæn afurð?


mbl.is Fleiri starfsmenn DV hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband