Notkun hugtaka í greinum

Það er gott að geta skrifað á góðu máli og þeir sem skrifa eru misvel færir um að skrifa góðan texta. Hins vegar þarf innihaldið einnig að vera notað á réttum nótum eða í samræmi við efnið. Þannig vill til að Guðmundur Andri skrifar grein í Fréttablaðinu þar sem hann er að fjalla um íhaldssemi hlustenda rásar 1. Hann segir þá svo introvert að þeir mælast ekki í könnunum. Þarna slær hann voða flott um sig og margir grípa sem vel tilfallin orð.

Hins vegar er Guðmundur Andri að misnota notkunina á hugtakinu introvert. Hugtakið er notað til að lýsa tiltekni ástandi sem gerist hjá fólki (ekki hóp) og flestir eru bæði intro og extrovert. Þannig er introvert meira bakatil og hefur sig minna frammi innan um tiltekinn hóp fólks en getur síðan verið andstæða í öðrum aðstæðum. Hugtakið er sem sagt að lýsa einhverju sem er án þess að ákveða að sé endanlegt. 

Þessi misnotkun hugtaka hefur verið frekar áberandi meðal skrifenda undanfarin ár og oftast notuð til að gera lítið úr tilteknum hópum. Ásamt því að segja okkur hversu flottir skrifendurnir eru að vita betur en aðrir. Mér finnst að skrifendur sem vilja nota hugtök ættu fyrst að kynna sér þau vel og notkun þeirra áður en slegið er fram í texta. Því hugtök hafa ekki sama notagildi og orðatiltæki eða málshættir. Hugtökum er ætlað að lýsa ákveðnum þáttum en ekki gera lítið úr öðrum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband