"Svona eru bara lögin"

Segir framkvæmdastjóri LÍN en hvað um upplýsingalög varðandi ábyrgðamenn? Svo virðist sem að aðstandendur hafi fyrst fengið að vita af áyrgðinni og skuldinni með þessu bréfi sem var sent núna. Hins vegar hafi maðurinn verið tekinn til gjaldþrotaskipta í vor.  Hvers vegna vissu aðstandendur ekki að þeir væru í ábyrgð fyrir skuld sem var komin í vanskil?

Þarna klárlega brýtur LÍN upplýsingalög varðandi ábyrgðamenn. Hvað það þýðir veit ég ekki en LÍN er án efa ekki að standa sig í þessu máli og auðvitað skýla sig á bakvið lög. Skrifblókirnar sem ekki geta séð út fyrir kassann eru langt því frá mannlegir eða geta séð mannlegar lausnir á málum.

Ef ábyrgðamenn eru einnig gjaldþrota. Hvernig elta þeir þá skuldina?

Svona eru bara lögin er lélegasta svar sem hægt er að gefa.


mbl.is Eiga endurkröfu á stjúpsoninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enda ekki von á öðru frá þessum framkvæmdastjóra.

Jón Jónsson (IP-tala skráð) 21.9.2014 kl. 15:08

2 identicon

Ef fólkið hefur ekki fengið innheimtu vegna vanskila hvaða lög gilda þá? Er það ekki skylda LÍN að sjá til þess að þær upplýsingar berist ætluðum ábyrgðarmönnum? Er réttur ábyrgðarmanna enginn? "Þau hafa svo endurkröfurétt á soninn". Hef ekki séð að það sé hægt að hafa eitthvað af gjadþrota einstaklingum, þeir eru sennilega gjaldþrota vegna þess að þeir geta ekki borgað. Varla geta svona einstaklingar ekkert frekar greitt þó einhver eigi endurkröfutétt á viðkondi. Endalaust bull og þvaður út þessum framkæmdasjóra LÍN. kv G

Guðlaugur (IP-tala skráð) 21.9.2014 kl. 17:10

3 identicon

Já, það er svo auðvelt fyrir þessa Ástu LÍN að segja að systkinin eigi endurgreiðslukröfu á lántakandann sem er gjaldþrota. Mín reynsla af stjórn lánasjóðsins er að þetta eru tilfinningalaus kvikindi sem hafa engan skilning fyrir aðstæðum námsmanna og hafa aldrei lyft fingri til að greiða fyrir þeim námsmönnum sem hafa lent í krumlum lögfræðinga vegna lögleysu sjóðsins. Stjórnin hefur heldur aldrei gert neitt til að ýta á löggjafavaldið til að breyta endurgreiðslu- og ábyrgaðarmannakerfinu, þvi á þessum andskotum er alveg nákvæmlega sama. Þá má við bæta, að samtök námsmanna, SÍN, SÍNE og Stúdentaráð HÍ hafa nákvæmlega engin áhrif í stjórn sjóðsins og ekkert er hlustað á kvartanir frá þeim.

Það er táknrænt fyrir LÍN, sem er mesta böl sem hefur komið fyrir íslenzka námsmenn, hefur formann stjórnarinnar dugleysingja sem var einn af þeim sem ollu hruninu 2008. Ég vil hvetja alla þá sem ætla sér í nám að koma hvergui nærri LÍN, en reyna að fjármagna námið með vinnu meðfram skóla. Því að þeir munu prísa sig sæla til legra tíma litið, jafnvel þótt þeim seinki eitthvað. Og ekki bara þeir, heldur líka aðstandendur þeirra.

Á öllum hinum Norðurlöndunum, sennilega í allri Evrópu utan Íslands, fá námsmenn námsstyrk upp að vissu hámarki sem ekki þarf að greiða tilbaka. Þeir geta líka fengið (í DK) námslán (SU-lån) aukalega, sem er um 30% af styrknum, á lágum vöxtum, ef þeir vilja. En hér á landi er ríkið að mergsjúga námsmenn, eftir að þeir hafa lokið námi, alla þeirra ævi. Það er sama þótt þeir borgi skilvíslega af láninu, alltaf hækkar höfuðstóllinn jafnt og þétt vegna verðtryggingarinnar. Við hér á landi sitjum þannig svo aftarlega á merinni í þessum efnum að við erum komin innundir stertinn.

Í sambandi við LÍN er ekki hægt að aðvara námsmenn nóg.

Pétur D. (IP-tala skráð) 21.9.2014 kl. 17:33

4 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Jú það er skylda LÍN að upplýsa ábyrgðamenn og í þessu tilviki hefði það átt að gerast á síðasta ári þar sem gjaldþrotameðferð tekur einhverja mánuði í hvert sinn. Frekar en að viðurkenna mistök sín þá pissa þeir upp í vindinn og gera þessa stofnun að algeru risaðeðlu. Sem dæmi að ákveður einhver að fara í nám og taka nýtt lán en er á sama tíma að greiða af gömlu láni, þá þarf fyrst að setja greiðslurnar í vanskil áður en hægt er að setja þær í frost. Hvers vegna gerist það ekki sjálfkrafa? Þetta lítur þannig út að lítið er gert til að breyta verkferlum og vinnulagi en þeim mun meira að mæta og rukka út fyrir gröf og dauða. Skömm sé svona risaeðlum í íslensku samfélagi.

Rúnar Már Bragason, 21.9.2014 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband