Eru uppskurðir alltaf lausnin?

Það er gaman að velta fyrir sér hvort að skurðaðgerðir séu alltaf lausnin á vanda fólks eða réttara sagt hvað er inn í þessum biðlista. Fólk kemst yfirleitt á biðlista af því að lausnin má bíða og þá kemur upp spurningin hvort hægt sé að gera þetta öðruvísi.

Ég hef ekkert svar við því en skurðlækningar er ein leið lækninga en hér á landi er kennd leið lyflækninga sem felur í sér að gefa lyf eða gera uppskurði. 

Þar sem þjóðin er að eldast þá einmitt væri gaman að velta fyrir sér hvort ekki þyrfti að auka forvarnir eða fræðslu um hvernig halda megi betri heilsu s.s. vegna lífsstílssjúkdóma. Það sjást fréttaskýringar um of litla hreyfingu og sykurát sem eru af hinu góða en þetta þarf að tyggja í sífellu og stöðugt að minna á mikilvægi þess. Er það gert?

Inntakið er samt hvort ekki þurfi að opna frekar á umræður um lækningar í víðara samhengi en lyf og skurðlækningar.


mbl.is Yfir 5.000 bíða eftir aðgerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband