Hvar eru mörkin?

Helsta spurning sem allir fjárfestar spyrja sig er hvar eru mörkin fyrir fjárfestingar. Það er verið að reisa hótel um allar jarðir og alveg ljóst að misvel mun ganga að nýta þau. Þó held ég að Mývatn hafi mikla yfirburði og þoli vel annað hótel en ekki eins viss með hitt.

Þetta eru samt ekki einu hótelin sem eru að rísa og oft á stöðum sem lítil tenging er við umhverfið og hvað það hafi upp á að bjóða. 

Þanmörkin eru samt alltaf einhver og vonandi offjárfestum við ekki í hótelum og slíku. Það þarf líka að fjárfesta í aðbúnaði og aðkomu að stöðum ef vel á að vera. Hvað færa fjárfesta fram í slíkum málum? Ósköp lítið held ég og því miður þá er of mikil gullgrafarastemning yfir ferðamennsku á Íslandi. 

Það geta ekki allir grætt.


mbl.is Milljarðar í hágæðahótel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Já Rúnar Már,

Mér leikur forvitni á að vita hversu lengi hægt er að bæta við og stækka.  Nú ætla menn enn að stækka Leifsstöð, bæta við hótelum og stækka þau sem fyrir eru.  Hversu lengi mun ferðamannastraumurinn aukast til landsins?  Hvenær dettur botninn úr þessu öllu saman?  Í Kína hafa verið byggðar margar borgir þar sem enginn býr.  Hvenær verða öll hótel á Íslandi tóm, þar sem Ísland verður ekki valkostur ferðamanna lengur?  Munu þá öll hótelin geta hýst alla landsmenn?

Mér leikur forvitni á að vita!!!!!

Tómas Ibsen Halldórsson, 24.9.2014 kl. 09:37

2 identicon

Hvaða borgir eru það, sem standa mannlausar?

Guðjón Guðvarðarson (IP-tala skráð) 24.9.2014 kl. 09:44

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ekki veit ég hvað borgirnar Kínversku heita, en í þættinum 60 mínútur var fjallað um þetta fyrir þó nokkru síðan.  Síðan hef ég séð um þetta fjallað nokkrum sinnum á Youtube myndböndum, þó ekki nýlega.  Það má eflaust finna á google, s.s. þetta: https://www.youtube.com/watch?v=V3XfpYxHKCo 

og þetta:             https://www.google.is/search?q=empty+new+chinese+cities&client=firefox-a&hs=BDS&rls=org.mozilla:is:official&channel=sb&tbm=isch&tbo=u&source=univ&sa=X&ei=gq8iVPmXK8b4ywO94IKQCg&ved=0CC4QsAQ&biw=1362&bih=946

svo eitthvað sé nefnt.

Tómas Ibsen Halldórsson, 24.9.2014 kl. 11:49

4 Smámynd: corvus corax

Ef menn eru að tala um vinnuskúragámaklasa eins og hafa sprottið upp eins og gorkúlur hér á landi undanfarin ár, ættu menn að sleppa lúxus-forskeytinu þegar þeir tala um hótel.

corvus corax, 24.9.2014 kl. 16:23

5 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Það hlýtur nú að vera hægt að fá eitthvað fólk til að búa í þessum borgum í Kína. Geta Íslendingar ekki mannað eitthvað af þessu ef það er skortur á fólki í Kína? Hvaða þáttur er þessi "60 mínútur"? Kannski einhver bandarískur?

Jósef Smári Ásmundsson, 25.9.2014 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband