Þó það nú væri

Það væri mjög skrýtið ef konan hefði fengið sínu fram því sannarlega eru lögreglumenn að vinna vinnu sína við erfiðar aðstæður þar sem miklar tilfinningar eru uppi. Þótt konunni virðist sem henni sé andlega ýtt út á ystu mörk þá voru aðstæður erfiðar og við slíkar aðstæður þýðir ekkert að biðja kurteisislega að fara frá. Auk þess sem konan hlýddi ekki tilmælum lögreglu.

Það er eins sumir haldi að allt sé leyfilegt og að frelsi einstaklingsins snúist um að allir aðrir verða að hlýta duttlungum þeirra. Sem betur fer virkar réttarfarið að því leyti að duttlungar fá ekki að ráða för heldur eru ákveðin mörk sem ber að hlýta. Í þessu tilviki braut lögreglan ekki þessi mörk heldur mótmælandinn.


mbl.is Mótmælandi fær ekki skaðabætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hverngi hefur þú það?

Sigurður Haraldsson, 26.9.2014 kl. 11:46

2 identicon

Veistu, að það eru æ færri sem taka mark lengur á orðum lögreglunnar.

Og þetta hljómar illa fyrir lögregluna. Til hvers þarf hópur af fílelfdum ungum mönnum (sem líta oft út fyrir að vera á sterum.)

Að taka svona harkalegra á lítilli konu?

sveinn ólafsson (IP-tala skráð) 26.9.2014 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband