3.10.2014 | 07:00
Engin tilviljun þessi tímasetning
Ríkisútvarpið er rekið með almannafé og ávallt þegar vinna við fjárlagagerð er að hefjast eða í vinnslu þá koma ríkisfyrirtækin fram, sér í lagi ef um vanda er að ræða. Hugmyndin er að fá meiri pening inn en ekki til að bæta rekstur eða gera nauðsynlegar breytingar. Ríkisfyrirtæki eru þeim vanda háð að halda að þau þurfi alltaf að vaxa en ekki að aðlaga sig breytingum.
Nú væri auðvelt að koma fram og segja að stofnanirnar þurfi meiri pening og geti ekki endalaust skorið niður. Þá má auðveldlega benda á móti hver þörfin er fyrir stofnunina. Það er skylda samfélagsins að halda úti fjölmiðli. Hvernig fór samfélagið að áður en ríkisfjölmiðill kom til sögunnar? Þeir sem eru duglegastir að koma sínum málstað að hafa fengið ótrúlegt magn fjármuna úr ríkiskassanum. Hver hefur síðan velt fyrir sér hvort það hafi skilað svo miklu til samfélagsins.
Erum við endilega betur sett með öll þessi ríkisfyrirtæki? Þurfum við virkilega öll þessi ríkisfyrirtæki?
Mun ekki geta greitt skuldir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
...en ætti ríkið að fjármagna einkareknar stofnanir/fyrirtæki eins og gert er í dag? Til dæmis Háskólinn í Reykjavík og Bifröst, en allt að 55% af þeirra heildarfjármögnun kemur úr ríkiskassanum.
Guðmundur Björn, 3.10.2014 kl. 08:16
Vissulega er það almannafé og spurningin snýst um hvort þörf sé fyrir svona marga háskóla. Mín skoðun er nei, það nægir alveg að hafa tvo.
Rúnar Már Bragason, 3.10.2014 kl. 08:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.