10.10.2014 | 10:01
Furðulegt sjónarhorn
Ákaflega furðulegt sjónarhorn fjárfestsins á verslun á netinu. Í stað þess að fagna samkeppni sem þýðir aðhald á innlenda verslun þá er kvartað og kveinað, og ætlast til þess að ríkið setji reglur til að sporna við þessu.
Nei neytendur eiga að fá að velja og ef þeir sjá hag sinn í að versla beint þá þarf innlend verslun að breyta hjá sér. Bent hefur verið á að fataverslanir hafi ekki aukist að neinu ráði frá því eftir hrun. Það kemur ekki á óvart því fötin sem boðið er upp á eru oft í verri gæðum en úti og dýrari.
Með verslun í gegnum netið hafa fataverslanir fengið nauðsynlegt aðhald og nú þurfa þessar verslanir að bretta upp ermarnar og finna leiðir til að auka hana. Þannig á samkeppni að virka og á fákeppnismarkaðinum hér heima er netið himnasending.
Netverslun færir tekjur úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.