12.10.2014 | 10:11
Afsökunin um einstaka mál
Það er lenska í málum hér á landi, hvort sem er í einkageira eða opinberum, að fela sig á bakvið að fjalla ekki um einstaka mál. Þetta er að verða að frasa sem gripið er til þegar fyrirtæki og stofnanir lenda í vandræðum. Kaupa sér frest til að kafa ofan í málin og finna réttu glufurnar til að krafla sig út.
Það er ekki nema von að fólk eigi almennt erfitt með að treysta svona vinnulagi. Það er eins og enginn staðall sé yfir vinnubrögð heldur brugðist við þegar allt er komið er í vandræði.
Það væri óskandi að íslensk fyrirtæki og stofnanir temdu sér meira ákveðna staðla til að geta brugðist við aðstæðum. Með því gætu þau án efa fækkað svokölluðum "vandamálum" sem upp koma. Afleiðingin yrði meiri ánægja með viðskipti og aukið traust.
Mér finnst þetta bara svo óréttlátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.