14.10.2014 | 06:48
Flottur sigur en verum jarðbundin
Þetta var flottur sigur hjá strákunum og þeir lögðu sig alla fram. Gaman að sjá íslenska karla landsliðið í fótbolta spila svona vel.
Við getum samt ekki gleymt okkur og farið fram úr okkur. Það er langur vegur eftir og þetta var aðeins eitt skref á leiðinni, þótt magnaður sigur væri. Það er enginn orðinn guðdómlegur eða eitthvað slíkt enn. Þessir strákar hafa ekki unnið neitt. Það eru enn eftir 7 leikir sem þýða 21 stig. Það sem mér finnst magnaðast er að liðið hefur ekki enn fengið á sig mark. Liðið þarf rúmlega 20 stig til að geta átt möguleika á öðru sætinu.
Höldum okkur á jörðinni en njótum samt augnabliksins.
Áfram Ísland!
Sigurinn á Hollendingum í myndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Facebook
Athugasemdir
Sammála!
Þorgils Hlynur Þorbergsspn (IP-tala skráð) 14.10.2014 kl. 07:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.