Þráhyggja í eyðslu almannafés

Það er alveg ótrúleg þráhyggjan og blindnin í Samfylkingunni. ESB umsókn sem er algerlega dauð en því miður ekki grafin er reynt að þröngva inn eftir öllum leiðum.

Fyrir hvern er Samfylkingin að vinna. Það er deginum ljósara að Íslendingar ætli ekki að ganga í ESB og mikinn umsnúning þarf til að sá möguleiki komi upp á yfirborðið. Samt heldur flokkurinn áfram eins og það sé eitthvert bakland í þá veruna.

Stórfurðulegur flokkur sem væri nær að snúa sér að alvöru málefnum.


mbl.is Telja EES-samninginn ekki standast stjórnarskrána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

meira bullið í þér - samfylkingin er að vinna fyrir lang stærst hluta íslendinga sem vilja klára samninginn og fá svo að kjósa um aðild. það er ekki flókið.

Rafn Guðmundsson, 17.10.2014 kl. 11:09

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Það hafa allir rétt á sinni skoðun en ef þú vilt tala um innleiðingasamninginn þá er ekkert að kjósa um þegar búið er að innleiða allt, það er ekki flókið.

Rúnar Már Bragason, 17.10.2014 kl. 13:56

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Rúnar. Það verður ekkert innleitt fyrr en búið er að kjósa um aðildarsamning og þá því aðeins ef hann verður samþykktur. Fyllyrðingar um að innleiðingin muni eiga sér stað áður en kosið er um samninginn eru einfaldega haugalygi.

Sigurður M Grétarsson, 17.10.2014 kl. 18:26

4 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

#3 Er það virkilega svo Sigurður? Ertu virkilega að segja að "planið" sé ekki að innleiða allt sem þarf til þess að koma síðan og segja "tja... við erum búin að innleiða allar reglurnar, það skiptir varla máli hvort við heyrum undir Lýðveldið Ísland eða ráðherrana í Brussel"...

Ekki reyna að þvæla þessum kerlingarbókum upp á fólk með heilbrigða vitund!! 

Sindri Karl Sigurðsson, 17.10.2014 kl. 19:28

5 identicon

Samfylkingin hefur ALDREI unnið að alvöru málefnum og dugar að minnast

"Skjaldborgarinnar um heimilinn" sem varð svo að "Skjaldborg um fjármálafyrirtæki".

Loksins þegar þessi fyrsta "hreina" vinstri stjórn komst að, og hafði alla þá

möguleika að gera eitthvað fyrir land og þjóð, þá sveik hún allt.

ESB ruglið og Icesave eru minnisvarðar um tilraun Samfylkingarinnar um

að koma þjóðinni endanlega undir forsjárhyggju og alræðisvald

Brussel stjórnarinnar.

Ljósaperunotkun, stærð sturtuhausa....eigum við að telja upp

meira bull...????

Semm betur fer mistókst sú aðför, en ennþá er ekki öllu lokið, því

ennþá krauma eldar þeirra sem vilja Ísland í þessa ánauð.

M.b.kvþ

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 17.10.2014 kl. 21:00

6 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Sigurður M. #3 ætti að svara því af hverju sjávarútvegskaflinn var ekki opnaður. Var það vegna skort á samningsvilja? Var það vegna skorts á stuðning við innleiðingu reglna ESB í sjávarútvegsmálum?

Rúnar Már Bragason, 18.10.2014 kl. 07:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband