21.10.2014 | 07:19
Lítur ekki vel út í umhverfinu
Svona vindmyllur líta ekki vel út þegar flogið er yfir eða séð frá landi. Hef svo sem aldrei komið í Þykkvabæ svo ég veit ekki hvernig þetta kemur út í landslaginu þar en er endilega þörf fyrir þetta á Íslandi.
Þetta gæti gengið upp á suðurlandi en plássleysi á flestum öðrum stöðum á landinu gerir þetta ekki eftirsóknaverðan kost. Varla dettur mönnum í hug að setja þetta upp á hálendið.
Er þetta virkilega eitthvað minna umhverfisslys en virkjanir?
Setja upp þrjár vindmyllur í viðbót | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Reyndar eru tvær vindmyllur uppá Hálendi, á Hafinu fyrir ofan Þjórsárdal.
Samúel Úlfur Þór, 21.10.2014 kl. 09:37
Það tekur nokkur ár að sjá út hvort þetta borgar sig, þar sem íslendingar fara ekki eftir reynslu annarra þjóða. Að skipta um gíra í vindmillu kostor offjár, svo eitthvað sé nefnt og hef ég heyrt að viðhaldskostnaður af vindmillum sé oft 70% af innkomunni. Veit um millur í Svíþjóð, sem hafa ekki verið gangsettar eftir bilun vegna kostnaðar. Mikil mistök þar.
Og sjónmengunin er mjög mikil, fyrir utan suðið á nóttinni.
Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 21.10.2014 kl. 11:13
Já við skulum rétt vona að þetta verði ekki ofan á og ekki fari fleiri upp á hálendið. Sjónmengunin er hræðilega mikil af þessu og ekki vildi ég búa nálægt þessu. Get ekki skilið að þetta sé eitthvað forgangsverkefni.
Rúnar Már Bragason, 21.10.2014 kl. 12:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.