22.10.2014 | 07:49
Sýnir vel að verkalýðshreyfingin er úr takti
Verkalýðshreyfingin er algerlega úr takti við samfélagið. Það á að fjölga yfirmönnum (á launum auðvitað) en ekki setja meiri kraft í baráttu fyrir þá sem greiða í verkalýðsfélögin. Ég sem launamaður hef ekkert um það að segja að Gylfi sitji áfram sem formaður. Þrátt fyrir að styðja hann á engan hátt.
Verkalýðsforustan er komin svo langt frá uppruna sínum að þetta er farið að minna á fílabeinsturn þar sem allt er reynt til að halda völdum. Þessar tilfæringar um varaforseta er farið að minna á Animal Farm eftir George Orwell þar sem sumir voru jafnari en aðrir.
Það er ekkert nema jákvætt við það að Ragnar sé að bjóða sig fram en af hverju kemur ekki tilllaga um hámarkssetu í stjórnum þessara félaga? Hvar er lýðræðið?
Verkalýðsfélög og lífeyrissjóðir eru barn síns tíma en eru á góðri leið með að verða risaeðlur í íslensku samfélagi. Hægar, úr takti við samfélagið og ólýðræðislegar.
Ræða þak á laun stjórnenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.