23.10.2014 | 12:21
Þegar viðskiptavinurinn skiptir ekki máli
Það var athyglisverð grein eftir Ólaf Inga Ólafsson í Viðskiptablaði Morgunblaðisins í morgun. Þar fjallar hann um af hverju 86% Íslendinga mæla ekki með fyrirtækjum til annarra. Í þessu samhengi kemur einmitt upp svona staða þar sem viðskiptavinurinn skiptir, af því virðist, engu máli. Það þjónar ekki tilgangi að halda í viðskiptavininn og bjóða honum eitthvað.
Allt tal um okur og hversu dýrt er að lifa má að hluta til skrifa á hversu lítið fyrirtæki gera í að þjónusta viðskiptavininn þannig að hann skipti máli, og það sé vilji að halda viðskiptavininum. Líklega má rekja þetta til fákeppninnar en alltof lítið er gert til að halda viðskiptavinum ánægðum.
Kostnaðurinn við að halda uppi útibúi á Hólmavík er varla svo mikill að það sé tap miðað við veltu en þegar misst er af heildarmyndinni þá stendur fátt eftir. Eftir allt saman þá er viðskiptavinurinn það sem skilar hagnaðinum og þar gerir margt smátt að einhverju stóru.
Kaldar kveðjur frá Arion banka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Kröfuhafar" eiga Arion banka. Hverjir þeir eru veit almenningur ekki. Það á ekkert að vera að versla við þennan banka eða Íslandsbanka. Furðulegt að engin umræða skuli vera um það, að innistæður viðskiptavina eru ekki tryggðar í Arion og Íslandsbanka. Hefur fólk hugleitt það, yfir höfuð?
Halldór Egill Guðnason, 23.10.2014 kl. 14:35
Sammála að það er bagalegt að ekki sé til vitneskja um eigendur bankana. Hitt er þó ekki rétt þar sem lögbundin trygging er til staðar á innstæðum upp að ákveðnu marki en ekki af allri innstæðunni.
Rúnar Már Bragason, 23.10.2014 kl. 16:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.