Athyglisverð niðurstaða

Það sem einna athyglisverðast við þetta er að í flestum evrópuríkjum hefur ástandið versnað og meiri hætta er á að lenda í fátækt en fimm árum áður. Hins vegar er alveg ljóst að Ísland stendur mjög vel gagnvart fátækt og minni líkur en öðrum evrópulöndum, meira segja Noregi.

Sú skýring sem er nærtækust á þessu er að fólk horfi of þröngt á hlutina og taki einungis það besta frá öðrum löndum og það versta frá Íslandi. Þannig færðu örugglega allt aðra mynd. Yfirleitt þegar fólk ber saman í fjölmiðlum (og í samtölum) þá vantar svo margt inn í myndina. Af hverju er fólkið sem flutt hefur til Noregs ekki miljónamæringar? Er það ekki á svo háum launum?

Þar sem ég þekki til er það í flestum tilvikum þannig að vinnutíminn hefur verið skikkanlegri og það hefur verið auðveldara að komast í sólalandaferðir. Hins vegar hefur lífsbaráttan verið jafnhörð og á Íslandi þegar allt er tekið inn.

Þegar upp er staðið þá snýst allt um hvernig unnið er úr því sem til er en ekki miða við eitthvað sem óskandi er.


mbl.is Minnst hætta á fátækt á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband