6.11.2014 | 13:32
Og hverju breytir það?
Nákvæmlega engu. Það eru svo margar leiðir til að komast að efni að það skiptir engu að loka einni síðu. Miklu nær væri að nota peningana sem fara í málsóknir og leita nýrra leiða til að afla tekna.
Tekjumódelið virkar ekki lengur og því þarf að finna nýjar leiðir en ekki grafa sína eigin gröf.
Hvað ætli næsta deilisíða heiti? Aftur málsókn? Eeeh það er búið að leggja hana niður, komin önnur og önnur og önnur.
Þvílík sóun á fé samtaka. Ætli félagsmenn velti því ekkert fyrir sér?
Vodafone lokar á Deildu og Piratebay | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ó nei, það á allavegana eftir að taka mig 30sec að finna aðrar aðferðir til að fara inn á þessar síður. Þa eru 30 sec af lífi mínu sem ég fæ aldrei aftur.
Jón Helgi Þorsteinsson (IP-tala skráð) 6.11.2014 kl. 13:48
http://proxybay.info/
Þetta eru copy/paste piratebay undir öðru nanfi. Áhrifaríkt bann.
Málefnin (IP-tala skráð) 6.11.2014 kl. 14:32
Alltaf fyndið að sjá glæpasamtökin Stef rembast við að berjast við breytta tíma, í stað þess að nýta sér tæknina þá er barist á móti henni fyrir allan peninginn, allt til einskis.
Það sorglegasta við þetta allt saman er að sjá að sýslumaður skuli taka þátt í þessu rugli, þetta er nefnilega svo hættuleg þróun að loka á síður hjá netveitu, hvað er næst, blokka stjórnmálaflokkar sem ekki eru í stjórn??
Halldór (IP-tala skráð) 6.11.2014 kl. 14:41
Þjófarnir sem nota þessi net munu halda áfram að stela - þessi "lokun" breytir í raun engu. Menn fara fram hjá henni með notkun á proxy, VPN eða öðrum leiðum.
Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart - Kínverjar hafa sett upp ritskoðunartækni - til að reyna að halda íbúum frá "hættulegu" efni á borð við síður Falun Gong, en að einfaldlega virkar ekki - og þeir eyða þó mun meiri vinnu og peningum í þetta en Íslendingar - auk þess að hafa algjöra stjórn á fjarskiptafyrirtækjunum.
Það er einfaldlega ekki hægt að leysa vandamálið svona.
Grunnvandamálið á Íslandi er að það finnst of mörgum allt í lagi að stela. Meðan fólki finnst þjófnaður allt í lagi mun það finna leiðir. Sumir eru e.t.v ekki sáttir við að vera kallaðir þjófar, en þannig er það nú bara. Þetta er ekkert flóknara - það sem þyrfti er hugarfarsbreyting - ekki hriplekar tæknilausnir
ÞAÐ ER EKKI Í LAGI AÐ STELA EFNI
Púkinn, 11.11.2014 kl. 12:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.