6.11.2014 | 13:38
Vilja ekki allir lifa á dagvinnulaunum?
Held að læknar hafi heldur betur skotið yfir markið með að birta einungis launaseðil með dagvinnulaunum. Flestir launamenn vilja lifa á dagvinnulaunum en fæstir hafa nógu há laun til þess. Ættu þá 80% landsmanna að fara í verkfall á þeim forsendum að það séu mannréttindi að lifa á dagvinnulaunum?
Læknar geta heldur ekki lengur sagt að þeir séu svo langskólagengnir að það réttlæti hærri laun. Það er fullt af háskólafólki með 5 ára háskólanám að baki sem nær ekki þessum dagvinnulaunum. Á það ekki sama rétt að hækka um 30%?
Held að læknar þurfi all alvarlega að endurskoða forsendur fyrir þessu verkfalli. Samhljómur með samfélaginu þarf að vera til staðar líkt og hjá tónlistakennurum er krafan að vera metnir á sömu launum og kennarar. Réttmæt krafa og alls ekki út úr kortinu eins og hjá læknum.
Læknar verða að koma með betri rök fyrir svona mikilli launahækkun.
Upplýsir ekki um heildarlaun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ísland er orðið láglaunaeyja og grunnlaun lækna sérhæfingar er 330 þúsund á mánuði og það er eftir 6 ára mjög erfitt háskólanám og síðan tekur við 1 ár kandítatsár menn og konur hafa dekkað þetta með gríðarlegri aukavinnu og langar vaktir. Sérnám td. í Bandaríkjunum er mjög lágt launað og dugir ekki til framfærslu fjölskyldu enda greiðslur þar kallaður styrkur. Sérnám tekur 5-11 ár. Flestir sem koma frá Bandaríkjunum koma með skuldir á bakinu. Fólk er því á fertugsaldri ef það kemur heim og ætlar að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Læknar vinna undantekningarlítið hjá ríkinu á sjúkrahúsum eða á heilsugæslu eða þá sem verktakar sem sjálfstætt starfandi sérfræðingar. Sérfræðimenntunin er kostuð af þeim sjálfum ásamt viðkomandi ríkjum ss. USA, Kanada, Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Hollandi, Bretlandi ofl. löndum. Þetta fólk, með uppfærða þekkingu er bráðnauðsynlegt fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi en það hefur í ákaflega litlum mæli skilað sér heim. Til viðbótar er fólk farið að snúa aftur tilbaka oft til þeirra landa sem þau fengu sína sérmenntun annað hvort að hluta eða öllu leiti. Flestallir hafa þar mikið tengslanet kollegar, vinir ofl. auk þess að hafa sérmenntað sig þarna og tala tungumálið og er tekið með opnum örmum. Aðstaða, launakjör og fleirra togar. Ísland hefur smækkað eftir hrun. Það eru aukin tækifæri til ferða. Auk þess höfum við internetið sem gera öll samskipti léttari.
Tölurnar tala sínu máli 60% lækna á Íslndi eru 50 ára og eldri og næstum 30% 60 ára og eldri og læknum á Íslandi hefur á síðustu 5 árum fækkað um 40 ár ári en þetta er í raun álitið enn verra þar sem stærri og stærri hluti vinnur erlendis og býr enn á Íslandi. Það er sagt að það sé auðveldara að hitta lækna í Leyfsstöð snemma á mánudagsmorgni eða sunnudagskveldi en í mötuneytinu á Landspítalanum. Það er ákaflega fámennt í mörgum undirgreinum læknisfræðinnar og þessi þróun mun halda áfram þrátt fyrir 30-50% launahækkun. Það erðið það óhagstætt að koma tilbaka til Ísland á fertugsaldri og skuldbunda sig að taka við kalltækinu næstu30 árin á litla Landspítalanum sem er að grotna niður. Launakjör, aðstaða, möguleikar er ekki nándar nærri pari og í þeim löndum sem fólk sérmenntar sig. Það þykir orðið sérstaklega lítið faglega spennandi að fara til Íslands og mönnum hefur hratt og örugglega tekist að gjöreyðileggja orðstýr íslenska heilbrigðiskerfins sem atvinnuveitanda en það er í gríðarlegri samkeppni við heilbrigðiskerfi nágrannalanna. Þjóðin er að eldast og það mun margfalda þörfina á næstu árum ef menn ætla að halda áfram að bjóða óbreytta þjónustu.
Gunnr (IP-tala skráð) 7.11.2014 kl. 03:08
Fyrir það fyrsta þá var launaseðilinn sem var gefinn upp með 437 þús kr. mánaðarlaun þannig að þín 330 þús passa ekki. Í öðru lagi segirðu að sérnám taki 5-11 ár þannig að læknir sé að mennta sig í 11-16 ár og þá varla alltaf á námslánum því enginn myndi standa undir því. Það væri mun nær að líta á menntun lækna sem símenntun en ef erfitt er að komast í hana þá lýsir það mun frekar vanda í innri uppbyggingu spítalans. Auk þess eins og þú segir þá er lítið mál að verða sér út um annað álit þar sem auðveldara er að hafa samskipti milli landa. Þess vegna breytist hlutverk lækna og eru þeir að fylgja þróuninni? Það er samt ekkert sem breytir því að 30% launahækkun er algerlega úr takti við samfélagið. Það er nefnilega líka hægt að flytja inn lækna eins og verkamenn.
Rúnar Már Bragason, 7.11.2014 kl. 08:02
Það er svo að sérmenntun lækna byggist á vinnu og rannsóknum og þetta er kostað af þeim sjálfum og er greitt fyrir þetta.
Sérmenntunin gerist að mestu á háskólasjúkrahúsum erlendis í Bandríkjunum, Kanada, Norðurlöndum, Hollandi og Bretlandi sem og öðrum löndum. Þetta sérnám og reynsla er margalt verðmætara en grunnmenntunin. Þetta tekur 5-11 ár til viðbótar grunnnáminu sem tekur 6 ár að viðbættu kandítatsári og margir hafa lokið auk þess doktorsnámi (PhD gráðu). Þetta er afar eftirsóttur benda er gríðarlegur skortur á sérfræðilæknum.
Það er gríðarlegur miskilningur að það sé hæft fólk sem hægt sé að húkka upp þeir sem halda þessu fram hafa ekki mikla hugmynd.
Það er svo að það er gríðarleg alþjóðleg eftirspurn bæði í Asíu, Evrópu og Bandaríkjunum og vel skólað og reyndir sérfræðilæknar vaða í atvinnutilboðum. Það er enginn sem fer til Íslands til að fá laun í verðlitlum/verðlausum haftakrónum á litla málsvæðinu Íslandi til að vinna á niðurníddum húsakynnum. Menn eru miðað við haftakrónugengi Seðlabankans komnir það langt niður í kauptöxtum að það verða fáir sem koma. Menn hafa reynt að ráða fólk erlendis en það kemur enginn eða einhver sem enginn vill. Það var reynt að koma upp sérfræðimenntun á Íslandi en það hefur fjarað undan þessu.
Krabbameinsleit hjá konum leggst af um áramótin vegna skorts á röntgensérfræðingum og meðalaldur í mörgum undirgreinum læknisfræðinnar mun þýða að það þarf að senda fólk í stórauknum mæli til útlanda til greiningar og meðferðar með ærnum tiltosnaði.
Íslendingar eru og verða í þeirri aðstöðu að þurfa að fá til sín sérfræðinga enda eru þeir menntaðir erlendis og oftast á bestu stöðum í heimi og það þýðir væntanlega lítið með 30-50% launahækkun. Þetta er í raun ögurstund íslenska heilbrigðiskerfisins sem er nálagt hruni. Undirritaður hefur verið sérfræðingur á stóru erlendu háskólasjúkrahúsi Það að koma til Íslands þýðir í raun lág laun samkvæmt töxtum um 1/5 (eða 20% af grunnlaunum), ákaflega lélegan lífeyrissjóð. Við erum með allan besta og dýrasta búnað sem hægt er að fá og valið fólk í hverri stöðu og um 100 umsækjendur um hverja námsstöðu hjá okkur. Það að koma á litla niðrunídda Landspítalan er nánast eins og hver annar brandari með skylduáskrift næstu 25 árin að illa borguðum vöktum.
Aðstoðarmenn ráðherra eru með 900 þúsund á mánuði og eru vart meira en blaðafulltrúar meðan sérfræðilæknar með margra ára sérnám fá um 550 þúsund á mánuði. Einhverjir bæjarstjórar í krummaskuðum eru að fá margföld sérfræðilaun. Hvort sem það verða lög eða einhvjir smánarsamningar held ég að kollegar á Íslandi séu alveg komnir upp í háls af þessu ástandi.
Gunnr (IP-tala skráð) 8.11.2014 kl. 18:35
Það sem þú lýsir fyrst og fremst er aðstöðuleysi en ekki launum. Þessi kjarabarátta lækna snýst að minnstu leyti um laun enda þarf að taka heildarlaun en ekki grunnlaun, þar sem enginn læknir er á þeim. Eigum kannski að bera saman við aðstöðu lækna í Afríku. Samanburð þarf líka að nota í samhengi. Miðað við málflutning þinn þá væri best að allir flyttu af Íslandi og settust annarsstaðar að því hér verður hvort eð ekkert að hafa.
Rúnar Már Bragason, 9.11.2014 kl. 10:19
Vandamál íslenska heilbrigðiskerfisins í hnotskurn er að það menntar ekki sérfræðinga og þarf að fá fólk til að mennta sig, fá starfsreynslu og tengslanet og fá það síðan tilbaka og það er ekki að skila sér heim.
Áður fyrr var fólk á Íslandi til að safna sér fé til utanferðar en það er einnig hætt því. Það eru vist betri heildarlaun tengd flugfreyjustarfi en læknisstarfi og þetta er ekkert nýtt. Ég man að fyrir 25 árum lækkaði ég í daglaunum frá því að gegna verkamannstarfi auk þess sem vinnutíminn var miklu þægilegri og miklu rólegra en að þeytast um allan sólarhringinn, þannig að léleg laun hafa í raun viðloðað. Þetta hefur verið smurt með aukagreiðslum sem sumir hafa notið og aðrir ekki og sumt af þessu hefur verið að plokka burtu. Það á augljóslega að bera saman launataksta og það að viðkomandi vinnur heila helgi þeas á 24 stunda vöktum þá er varla hægt að leggja það við jöfnu. Ef menn reiknuðu vinnuvikuna sem 60 eða 80 stundir eða lengra og leggja það sem grunvöll fyrir lífskjörum, td. við vinnu fóls. Í ætt minni er talsvert af sjómönnum. Það má líkja mörgum sérgreinum við það að menn séu á bullandi fiskerí allt árið alla daga nánast allar helgar og ná varla lélegum hásetalaunum.
Skipverjar eru þó með frí þannig að sumir vinna vart meira en 3/4 eða 1/2 úr árinu. Hér er á fullu allt árið alla daga, alltaf.
Læknar í einmenningshéruðum sem eru á 24 tíma vöktum/bakvöktum allan ársins hring eða þvílík. Menn kaupa frítíma fólks á slikk.
Minni td. á Afríku td. Líberíu þar er 1 læknir á 80.000 íbúa og nágrannaríkið er með um 1 á hverja 40.000 íbúa. Ísland er núna með lægsta fjölda lækna af öllum Norðurlöndum og lang hæsta meðalaldru. Því miður sýna opinberar tölur einungis hluta sannleikans þar sem stór hluti vinnur stærri og stærri hluta erlendis þrátt fyrir að hafa enn um sinn lögheimili á Íslandi.
Það kemur enginn heim í dag eða á næst eða þarnæsta ári vegna þess að íslenskir stjórnmálamenn segja að hugsanlega verði farið í byggingu sjúkrahús eftir 1-2 ár og þessu verði kanski lokið árið 2020. Fyrir utan það að það er ríkið sem sparar á að sameina þetta um 3 miljarða á ári og ef menn hefðu drullast til að gera þetta fyrir 10 árum síðan. Fyrir utan það er húsnæðið sprungið og það mun þýða áralangt bras í óviðunandi húsnæði með hörmulega aðstöðu. Sérfræðilæknar sem lokið hafa sérnámi eru flestir 35-45 ára. Það er ekkert um atvinnulaus sérfræðinga. Það bráðvantar fólk um allan heim þannig að menn hafa reynt að ráða fólk. Mér skilst td. að á Akureyri er um 1/2 lækna erlendir. Það að fá laun í íslenskum haftakrónum og geta ekki sent þetta úr landi sættir fólk sig ekki við, period.
Gunnr (IP-tala skráð) 9.11.2014 kl. 13:04
Er endilega rétt að bera sig saman við norðurlöndin? Af hverju berðu ekki saman við Möltu eða eitthvað slíkt sem er álíka fjölmennt og Ísland? Þessi samanburður við lönd sem eru meira en 10x fjölmennari er út í hött. Er yfir heildina heilbrigðiskerfið í Noregi í toppstandi? Ég er ekkert viss um það og örugglega má finna sjúkrahús á norðulöndunum sem eru í niðurníslu. Eigum við ekki að bera saman við það?
Rökin fyrir 30% launahækkun eru einfaldlega ekki nógu góð þegar litið er á allt þjóðfélagið.
Rúnar Már Bragason, 9.11.2014 kl. 17:07
Það hefur kanski farið fram hjá þér Rúnar að stærstur meirihluti íslenskra lækna menntar sig á Norðurlöndum. Stór hluti í Bandaríkjum Norður Ameríku, talsverður hluti á Bretlandseyjum, Hollandi og Sviss. Það er við þessi lönd sem við erum að reyna að keppa við að reyna að ná okkar fólki tilbaka frá því að falla inn í þau heilbrigðiskerfi sem það sérmenntar sig í.
Það þýðir ekkert að benda á að það sé légri aðstaða í Liberiu eða á Madagaskar, sorry þetta virkar ekki.
Svíþjóð greiðir raunar lægstu launin af öllum Norðurlöndum og eiga sjálfir í miklum atgerfisflótta.
Ég veit ekki um einn einasta Íslending sem hefur stundað sérnám í Lichtenstein, San Marino, Möltu eða Luxenburg eða þá í Færeyjum. Allt eru þetta raunar lönd sem greiða miklu hærri laun fyrir langskólagengið fólk og eru raunar með gjaldmiðla sem tekið er mark á, en Ísland er því miður dæmt í gjaldeyrishöft í ófyrirsjáanlega framtíð, það er ennþá ekki búið að segja fólki tíðndin en þetta verður að lokum pakkað inn í sellófan og selt þjóðinni eins og hver önnur lygi sem kjósendur hafa kokgleypt.
Íslendingar eru raunar þegar miðað er við hvað hægt er að fá fyrir launin erum við lélegri en Pólland og Balkan og Landspítalinn er undir pari við niðrunídd sjúkrahús i fyrrum Austur-Evrópu. Pólverjarnir horfa til Þýskalands, Austurríkis og Sviss og síðan til Bandaríkjanna og við erum raunar órafjarri því á Íslandi að geta keppt við þessi lönd.
Norræna málsvæðið (Svíþjóð, Noregur og Danmörk með Grænlandi og Færeyjum)þeas án Finnlands er td. 21 miljón. Bandaríkin með um 318 miljónir, Kanada með 36 miljónir og áfram má telja.
Það er raunar svo að það er gríðarlegur skortur á vestrænni læknisþekkingu í Asíu og í Miðausturlöndum.
Íslensk læknastétt er upp til hópa sérmenntuð á bestu háskólasjúkrahúsum heims og það er gæfa sem íslensk heilbrigðisþjónusta hefur notið í áratugi. Bakhliðin á þeim teningi er að þetta er gríðarlega eftirsóttur vinnukraftur. Það eru orðið fáir sem leggja það á sig að fórna velferð fjölskyldu sinnar til að fara tilbaka til Íslands á langtum lélegri laun, með miklu lélegri eftirlaun til að vinna á niðurnýddum vinnustað að fá greitt í ofmetinni verðlausri krónu (enda eru gjaldeyrishöftin til að halda uppi genginu). Íslenska málsvæðið er svo lítið 300 þús eða yfir 1% af norræna málsvæðinu og það eru fáir tilbúnir að koma til litla Íslands án þess að tengjast hér fjölskylduböndum nema þá ófaglært fólk og fúskarar.
Stærsta vandamál hugbúnaðargeirans á Íslandi er skortur á faglærðu fólki, þeas fólki með topp stærðfræðbakgrunn, fólk sem því miður íslenska skólakerfið ekki menntar og íslensku gjaldeyrishöftin eru augljóslega hemill að fá fólk til starfa á Íslandi. Það er talið vanta í Norgi td. 18.000 verkfræðinga á næstu árum.
Ísland menntar lögfræðinga í 4 svo kölluðum háskólum og er nú búið að slá Bandaríkin hvað varðar fjölda lögfræðinga á hvert mannsbarn. Já þar sem prófessorarnir hafa nánast án undantekninga engan fræðilegan bakgrunn þetta er í raun skandall. Ekki er þetta miklu hærra í viðskiptafræðigreinunum enda kostar gráðan hér minnst og hægt að hrúga fólki inn í fyrirlestrarsali og fá fólk á algjörum lúsalaunum til að vera stundakennarar í ígripavinnu og það þarf ekkert sérstakt innsæi til að sjá hvar þetta endar enda er þetta fólk álíka eftirsótt eins og íslenskir stjórnmálamenn erlendis og fær kanski vinnu við að afgreiða í kjörbúðum eða verða stöðumælaverðir. Við sáum hvernig fór fyrir okkur íslenskt embættiskerfi klikkaði á innleiðingunni og Icesave var ekkert annað en lagalegt klúður. Norðmennirnir "spottuðu" þetta undir eins og settu litla málsgrein inn í lögin sem við gerðum ekki fyrr en eftir hrun en þessi staðreynd hefur ekki farið hátt á Íslandi.
Klárlega er það svo að Íslendingar hafa ekkert góðan tíma enda er heilbrigðiskerfið að hrynja þessari staðreynd var lengi neitað. Þeir sem í raun ímynda sér að það sér herskari hæfra sérfræðinga sem bíði eftir því að fara til Ísland er það svo að það er því miður óralangt frá staðreyndum. Þegar lönd eins og Bandaríkin, Norðurlönd, Þýskaland eru að berjast um að fá hæft fólk og við erum á pari við Póland hvað varðar launataksta og miklu lægri en Slóvenia. Þessu lönd eru með miklu lægri matvælakosnað, miklu lægra vaxtastig og alvöru gjaldmiðil þá kemur Ísland því miður óhuggulega aftarlega og þegar smæð málsvæðisins bætist við er í raun Ísland algjörlega ósamkeppnishæft. Það þarf að leggja óheyrilegar fjárhæðir í að fá inn fólk og að auglýsa og kynna íslenska heilbrigðiskerfið. Það svífa íslensk og erlend "head hunting" fyrirtæki eins og gammar og kroppa í hræið af íslenska heilbrigðiskerfinu og velja út bestu "bitana" og þetta bætist við þá staðreynd að fólk horfir blákalt á launataxta, aðstöðu, framtíðarmöguleika og vaktabyrði ásamt eftirlaunum þegar það horfir til framtíðar atvinnu. Ísland er að skora ákaflega lágt á öllum þessum þáttum óháð því hvort aðrir hafi það líka skítt þá er það sem er the bottom line hvað varðar framíðar mönnun. Núna eru næstum 30% íslenkra 60 ára og eldir og 60% 50 ára og eldri og sárafáir hafa komið eftir hrun það er nettóútflutningur á um 40 læknum á ári frá 2008 og ástandið er áætlað enn verra þar sem margir hafa minnkað sín stöðuhlutföll í íslenska heilbrigðiskerfinu og vinni að stórum hluta og sumir nánast alfarið í öðrum löndum.
Gunnr (IP-tala skráð) 10.11.2014 kl. 00:06
Sú mynd sem er að birtast fólki er skuggaleg.
Ein birtingarmyndin er að það er gríðarlegur mönnunarvandi á krabbameinsdeildum, samhliða því sem illkynja sjúkdómum hefur snarfjölgað með auknum meðaldri þjóðarinnar og betri meðferð þýðir bætt lifun og það þýðir fleirri sjúklingar og meira eftirlit. Núna eru færri sérfræðingar og þeir miklu eldri núna en voru fyrir 25 árum, þrátt fyrir að meðferðarúrræðin eru miklu flóknari og miklu dýrari. Með örfáum undantekningum hafa sérfræðingar sem hafa komið staldrað ákaflega stutt við í íslenska heilbrigðiskerfinu og það er nú innan við 10% íslenskra krabbameinslækna sem nú starfa á Íslandi. Ef litið er til meðalaldurs og nýliðunar munu nánast engir verða eftir árið 2020.
Krabbameinsleit eftir brjóstakrabbameinum leggst nú um áramótin af á Íslandi en hún hefur verið stunduð í nokkra áratugi og talin hafa bjargað fjölda mannslífa. Ástæðan er að það fæst enginn og það hefur þráfaldlega verið auglýst eftir fólki.
Það er gríðarlegur skortur á röntgenlæknum á Íslandi og hann er sínu alvarlegri en úreltur og gjörsamlega niðurnýddur tækjakostur Landspítalans.
Það er sammerkt öllum ódýrari heilbrigðiskerfum sem í raun Norðulöndin og Bretland eru að þau hafa ákaflega sterka heimilislæknisþjónustu. Það er nú talið vanta 60 heimilislækna bara á höfuðborgarsvæðið samkv. norrænum stöðlum um fjölda og aðgengi og nýliðunin er svo lítil og meðalaldurinn það hár að flestir spá að innan ekki langs tíma getur þetta endað með ósköpum.
Það sem gerist verður mjög fyrirsjáanlegt. Það verður svo að það sprettur upp alvöru einkarekið heilbrigðiskerfi á Íslandi sem greiðir alþjóðlega samkeppnishæf laun og fólk greiðir úr eigin vasa og það verður fyrir þessi 5-10% ríkustu íslendinganna sem eru 15-30 þúsund. Í Noregi er td. um 1/2 miljón manns með einkatryggingu og m.a. núverandi formaður norskra jafnaðarmanna sjálfur og fjölskylda hans notar prívat heilbrigðisþjónustu sem gefur hraðari og betri þjónustu en hið opinbera.
Þetta mun klárlega að hluta til grafa undan íslenska heilbrigðiskerfinu.
Gunnr (IP-tala skráð) 10.11.2014 kl. 00:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.