Blendnar tilfinningar gagnvart þessari hugmynd

Þetta er auðvitað ótrúleg þráhyggja að leggja aftur og aftur fram frumvarp um að ráðherrar víki af alþingi. Hugmyndin virðist vera góð en þegar skoðað betur þá koma brotalamir í þessa hugmynd.

Fyrir það fyrsta þá leggja ráðherrar yfirleitt fram frumvörp og því ætttu þeir að taka þátt í umræðum.

Í öðru lagi þá veit ég ekki hvort hugmyndin er að kalla inn varaþingmenn í staðinn og það er alger óþarfa kostnaður fyrir Íslendinga. Þeir 54 sem eftir sitja og eru ekki ráðherrara eiga alveg að ráða við afgreiðslu frumvarpa.

Í þriðja lagi þá verða ráðherrar fjarlægari alþingi og það aðhald sem alþingi (á að veita) ráðherrum minnkar.

Niðurstaða mín að þetta er í raun ekki góð hugmynd og þótt viðverutími ráðherra minnki á alþingi þá held ég að sé rangt að slíta tengslin.


mbl.is Vill ráðherra af Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Er það einhver staðfesting á mikilvægi laga að frumvarpið komi frá ráðherra eða ríkisstjórn?
Auðvitað á viðkomandi ráðhera að hafa málfelsi og tillögurétt um eigið frumvarp.

En ekki atkvæðisrétt að m´´inum dómi. 

Árni Gunnarsson, 17.11.2014 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband