Hvað óttast sveitafélögin?

Þráhyggjan að semja ekki við tónlistakennara er orðin svolítið þreytt. Aðal krafa tónlistakennara er að vera metnir jafnt í launum á við aðra kennara en svo virðist sem sveitafélögunum finnist það um of.

Mér finnst kröfur tónlistakennara mjög hógværar og langt því frá að vera út úr kortinu eins og í læknadeilunni. Hins vegar virðast sveitafélögin mæta þessu með litlum skilningi og forðast að semja.

Held að samningur við tónlistakennara setji ekki sveitafélögin á hliðina og krafa þeirra sé ekkert til að hleypa neinu af stað, ólíkt læknadeilunni. Þetta er ekki eitthvað sem sveitafélögin geta sópað á undan sér eða falið. Krafan er mjög sanngjörn og almenn sátt er um að jafna launin.

Takið ykkur saman í andlitinu og semjið!


mbl.is Samningar tókust ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband