19.11.2014 | 08:14
Læknar eru ekki einsleitur hópur
Helsta vandamálið í deilu lækna fyrir launahækkun er að þetta er ekki einsleitur hópur. Þannig hefur kandidátinn mjög lág laun miðað við sérfræðinginn enda mjög ólík störf. Með því getur hálauna sérfræðingurinn ekki verið að fara fram á sömu hlutfallshækkun og kandidátinn. Það er vonlaus málstaður og enginn sátt um það í samfélaginu.
Lausn deilunnar er að læknar hætti verkfalli gegn því að hækka einungis kandídatslaun umfram hækkun annarra lækna. Eftir það er síðan farið í innra skipulag spítalans og það endurhannað. Laun eru einn hluti en það er líka svo greinilegt á öllum málatilbúningi að innra skipulag er í molum og finna þarf leiðir til að bæta afstöðuna.
Vonandi koma læknar sér fljótt niður á jörðina.
Ekki þjóðarsátt um tiltekinn hóp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.