Á Reykjavík að verða steinklumpur?

Það virðist vera stefnan hjá Reykjavíkurborg að byggja á hvaða græna fleti sem má finna í Reykjavík. Mér segir svo hugur að þetta sé ekki góð staðsetning að búa á einfaldlega vegna þess að það er stutt í stórar umferðaæðar sem dregur úr ágæti hverfisins.

Bryggjuhverfið í Grafarvogi er ekki spennandi hverfi og virkar hálf misheppnað. Það leit svona svaka vel út í grafískri mynd á sínum tíma en virkar í dag drungalegt og dauft. Þar á átti að vera svo mikið líf og blómstrandi byggð. Raunveruleikinn varð allt annar. Það segir mér hugur að í þessu tilviki verður það líka.

Eru Reykvíkingar virkilega sáttir við að gera höfuðborgina að einum allsherjar steinklump?


mbl.is 100 milljarðar í nýtt hverfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband