21.11.2014 | 06:54
Byrjum á að breyta fiskveiðiráðgjöfinni
Það er staðreynd að Íslendingar hafa svolítið dregist aftur úr beinni sölu á fiskafurðum en höfum hins vegar þróað þeim mun meira af hliðarvörum. Þannig fylgir ekki fréttinni hvað felst í þessum tölum og hvort eigi við beinan útflutning eða heildarútflutning sem inniheldur allar vörur sem af sjávarútvegi skapast.
Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að meðan Norðmenn og Færeyingar færast frá rannsóknakerfi sem Íslendingar nota þá eykst afli þeirra. Afli Íslendinga minnkar sífellt því fiskveiðiráðgjöfin þróast ekki í takt við aðrar þj́óðir. Hér er verið að notast við eftirá aðferð sem gefur vísbendingu um veiði úr afla en er afar takmörkuð að spá fyrir um hversu mikið megi veiða.
Ef ekki er ætlunin að uppfæra fiskveiðiráðgjöf í takt við aðrar þjóðir þá drögumst við aftur úr enn frekar. Hversu mikið af fiski í sjónum er ekki einkamál Hafrannsóknastofnunar og sé vilji að hafa fiskiráðgjöf á vísindalegum grunni sem er síbreytilegur þá þarf heldur betur að gera breytingar.
Byrjum á grunninum og breytum fiskveiðiráðgjöf og þá náum við að eflast í takt við nágrannaþjóðirnar.
Erum að dragast aftur úr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.