Tek hattinn ofan fyrir þeim

Ég tek hattinn ofan fyrir þeim að hafa náð samkomulagi og ekki síður stjórninni að reyna ekki einhverjar krúsidúllur (ef svo má að orði komast). Vona helst að þetta sé upphaf að skýrum skilaboðum um að almenningsfyrirtæki eru fyrst og fremst í þjónustu almennings en ekki einkahagsmuni stjórnenda.

Sá næsti sem tekur við á að gera sér grein fyrir að þetta er almenningsfyrirtæki sem þjónustar almenning en ekki einkahagsmuni. Vona líka að stjórnin sjái það og geri viðeigandi ráðningasamninga er miða við að þetta séu peningar almennings sem eru notaðir til að reka fyrirtækið. Bílahlunnindi þurfa þannig að koma skýrt fram í hvaða tilgangi þau eru og hvernig bílinn er notaður. Það er ekkert sjálfgefið að starfsmenn í almenningsfyrirtækjum hafi bíl til einkanota. Allt annað sé bíl á vinnustað til nota. Bíll sem fyrirtækið á og er notaður á vinnutíma.

Megi þetta vera upphafið að öguðum rekstri almenningsfyrirtækja.


mbl.is Reynir hættir hjá Strætó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband