Til hvers áhyggjur af svefni?

Svo ég vitni í Dale Carnegie þá sagði hann að það væri óþarfi að hafa áhyggjur af svefni. Í rauninni stöfuðu áhyggjurnar að svefnleysinu. Það mætti alveg benda þessari konu á að hvergi hefur verið sýnt fram á að átta tíma svefn sé nauðsynlegur og í raun hafi fólk mjög mismunandi svefntíma. Þannig getur 6 tíma svefn verið nóg fyrir fólk.

Churchill hafði þann háttinn að vinna 16 tíma á dag og lagði sig 2x í 20 mín yfir daginn. Þannig hélt hann orkunni.

Þannig að ef fólki er svona umhugsað um hádegistímann þá legg ég til að það vakni klukkustund fyrr og fari að sofa klukkustund fyrr. Við hin sættum okkur alveg við fastan tíma.


mbl.is Mjög brýnt að seinka klukkunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés.si

Svaf ekki Einsteinn mjög litið. Mér minnir að Nikola Tesla var vínnu fíkill en hann svaf heldur ekki mikið.

Andrés.si, 28.11.2014 kl. 00:24

2 identicon

Ætli birtumunur sumars og veturs hafi ekki talsvert meiri áhrif á geðheilsu landans heldur en þessi klukkutíma munur á sólstöðutíma. Mig grunar líka að fleiri vilji nýta birtu lengur fram á kvöld t.d. til tómstundaiðju og mæta þá frekar til vinnu í myrkri. 

Guðmundur (IP-tala skráð) 28.11.2014 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband