Sparifé búið og ódýrar að versla gegnum netið

Í raun þarf ekki að vera skrýtið að einkaneysla sé ekki meiri. Sparifé fólks er búið sem þýðir að fyrir marga þá snýst allt um að komast af hver mánaðamót. Þannig er lítið aukareitis til að kaupa vörur. Neytendur eru því að halda að sér og sleppa að kaupa alls konar hluti (sem oft eru alger óþarfi).

Hagvöxtur byggir eingöngu á skiptum milli aðila þannig að í heildina eru þessi að skipti að minnka þrátt fyrir að stærri hlutir eins og bílar séu að seljast betur þá eru minni hlutirnir ekki að aukast.

Annar vinkill eru bein kaup á netinu hafi aukist líkt og af fatnaði. Það er alveg hægt að kaupa föt beint þótt vissulega geti fylgt áhætta s.s. sé of lítið en það munar svo miklu í verði að áhættan er tekin. Þessi viðskipti koma ekki fram í hagvexti á sama hátt og þegar keypt er út í búð. Búið er að fækka um millilið og þar með viðskiptum.

Jafnvægið kemur þegar vöruverð lækkar.

 


mbl.is Hægur vöxtur einkaneyslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband