Enn af furðulegheitum RÚV

RÚV heldur áfram að koma fram eins og ríki í ríki sínu sem hefur rétt fyrir sér. Það er eins og ríkisstofnanir í þessu landi haldi að þær séu ómissandi og allt sem þær geri sé það eina rétta.

Því miður er langur vegur frá því og t.d. kom athyglisverð frétt í gær um að Hafrannsóknastofnun sæi allt í einu meira af fiski. Það kæmi mér síðan ekkert á óvart að það hafi verið ofreiknað þegar kemur að vorrallinu.

Flutningur Fiskistofu er líka gott dæmi um eitthvað sem ekki má hrófla við því það sé svo mikilvægt að sé ákkúrat á þessum stað.

Þessi valdhroki ríkisstofnanna er löngu komin út fyrir velsæmismörk og snýst að mestu um að fá sem mest fé úr ríkiskassanum svo starfsmenn geti haldið áfram "mikilvægu" vinnu sinni í almannaþágu.

Væri ekki nær að fara í naflaskoðun og tilgreina hlutverkið í samræmi við þarfir almennings?


mbl.is Krefst afsökunar frá RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Aflaheimildir Hafransoknarstfnunarinara hafa ekkert að gera með fjölda fisks i sjónum, heldur er þetta ákveðið af pólitíkusum og þeim sem reka fiskiðju og togara.

þetta hefur alltaf verið svona og þetta verður alltaf svona.

Kveðja fra Houston

Jóhann Kristinsson, 10.12.2014 kl. 01:04

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Hafrannsóknastofnun gefur út leiðbeinandi kvóta fyrir ráðherra sem síðan ákveður endanlegt magn. Síðustu ár hafa þeir fylgt þessu í blindni.

Því miður hafa samtök smábátasjómanna ekki verið virk undanfarin ár og sífellt hallað á þeirra hlut enda verið mjög neikvætt viðhorf gagnvart strandveiðum, einnig hjá Hafrannsóknastofnun. Ég er sammála að þetta er svolítið einhliða og það skortir víðari yfirsýn yfir fiskveiðar og núverandi drög að lögum um fiskveiðar er hreint út sagt glapræði.

Rúnar Már Bragason, 10.12.2014 kl. 07:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband