Vantar fleiri úrræði

Greiðsluvandi getur verið margskonar og er alls ekki einsleitt hvernig komið er hjá fólki. Þannig lenda sumir í tímabundnum greiðsluvanda meðan aðrir ráða ekkert við skuldir. Á sama hátt eru sumir sem missa sig en geta leiðrétt sig meðan aðrir þurfa meiri aðstoð.

Því er svo skrýtið að úrræðin sem umboðsmaður skuldara býður upp á eiga ekki við fyrr en í alger vanefni er komið. Ef komið er þangað án þess að allt sé komið í vitleysu þá er ekkert hægt að gera.

Með öðrum orðum það vantar úrræði sem grípa fyrr inn í og veita fólki aðhald. Líklega má segja að það sé bankanna að stoppa fólk af en samt sem áður er mjög auðvelt að fara framhjá því með að skipta við margar stofnanir.

Einnig má velta fyrir sér hvort ekki þurfi að upplýsa fólk betur um neyslu og hvað sé hægt að leyfa sér. Þrátt fyrir hærri laun í Noregi þá leyfir fólk sem fer þangað sér alls ekki það sama og á Íslandi. Af hverju ætli það stafi. Jú það er eitthvað sem stoppar fólkið af. Margar ástæður eru fyrir því s.s. að neysla sé minni í þessum löndum, dýrt að fara á milli og erfiðara er að fá lán fyrir neyslu.

Þetta er alltaf spurning um að sníða sér stakk eftir vexti en virðist mörgum ofviða hér á á landi.


mbl.is Geta ekki rekið heimili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband